Lífið

"Draggkóngurinn er örugglega femínisti"

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Dragkeppni Íslands fór fram í Eldborgarsalnum í gær.
Dragkeppni Íslands fór fram í Eldborgarsalnum í gær.
„Ég er ekki alveg búin að ná mér og ekki alveg búin að fatta þetta,“ segir Ylfa Lind Gylfadóttir semvar kjörin draggkóngur Íslands í Draggkeppni Íslands sem haldin var í Eldborgarsalnum í Hörpu í gærkvöldi.

Draggkeppnin er alltaf haldin í upphafi hátíðarhaldanna í kringum Hinsegin daga,“ segir Georg Erlingsson Merritt framkvæmdarstjóri keppninnar. Það er bæðið valinn Draggdrottning og Draggkóngur. „Þetta var bara alveg ofboðslega skemmtileg keppni, litrík og kynnirinn var alveg frábær, Diva Jackie Dupree, hann er frá New York og kom sérstaklega í þeim tilgangi að vera með okkur og skemmta okkur.“

Þetta er í 16 skipti sem keppnin er haldin og í annað skipti sem Ylfa Lind vinnur titilinn Draggkóngur Íslands. „Þetta er leikhús og maður býr sér til karakter sem að hefur nafn og uppruna. Karakterinn minn heitir Brjánn Hróðmarsson og hann er bara svona venjulegur maður, hann er þessi séríslenski herramaður, hann er frekar grófur, líklega iðnaðarmaður. En hann er mjög góður við dömurnar og hann vill breiða út góðan boðskap og vill að allir séu góðri við konur. Hann er örugglega femínisti,“ segir Ylfa Lind um karakterinn sinn.

„Dragdrottningarnar eru tvær og er þetta  í fyrsta skipti sem að drottningardúett vinnur, en það voru þær Márky Cátalejo Jönssón og Chris Mercado sem kalla sig Foxy ladies sem báru sigur úr bítum í gærkvöldi.

„Þetta var bara alveg ofboðslega skemmtileg keppni, litrík og kynnirinn var alveg frábær, Diva Jackie Dupree hann er frá New York og kom sérstaklega í þeim tilgangi að vera með okkur og skemmta okkur.“  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.