Lífið

Hálf-íslenskur fiðluleikari í heimsklassa

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Notos-kvartettinn
Notos-kvartettinn
Sindri Lederer er hálf-íslenskur heimsklassa-fiðluleikari. Hann kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi í Salnum í kvöld, þann áttunda ágúst klukkan átta.

Sindri kemur fram með píanókvartett sínum Notos sem hefur unnið til margra virtra verðlauna í tónleikakeppnum í Evrópu og hlotið lof gagnrýnenda víðsvegar.

Aðrir meðlimir kvartettsins eru þýskir og munu margir hverjir leiðbeina íslenskum ungmennum í tónlist á Kammer - Tónlistarhátíð í Kópavogi næstu daga.

Á tónleikunum í Salnum í kvöld munu þau flytja verk eftir Mozart, William Walton og Johannes Brahms.

Sindri sem einnig er hálf-þýskur lærði við Listaháskólann í Berlín og þykir með efnilegri tónlistarmönnum á hans sviði.

Hér á myndbandi sést kvartett Sindra vinna CHC-verðlaunin í Hollandi, sem eru virt tónlistarverðlaun í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.