Tónlist

Týnt lag frá Dylan fundið

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
43 ára gömul upptaka af enska þjóðlaginu Pretty Saro í flutningi söngvaskáldsins Bob Dylan hefur nú litið dagsins ljós.

Söngvarinn hljóðritaði lagið sex sinnum í marsmánuði 1970, þegar hann var við upptökur á plötunni Self Portrait sem kom út sama ár.

Lagið mun koma út í lagasafninu Another Self Portrait sem gefið verður út þann 27. ágúst og verður það í fyrsta sinn sem lagið lítur dagsins ljós, en það hefur ekki einu sinni verið fáanlegt í sjóræningjaútgáfum.

Kvikmyndagerðarkonan Jennifer Lebeau hefur gert myndband við lagið úr gömlum ljósmyndum, og má sjá það og heyra í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.