Lífið

Ný herferð Lacoste tekinn upp á Íslandi

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Íslenska parið í Lacoste Live auglýsingaherferðinni
Íslenska parið í Lacoste Live auglýsingaherferðinni
Ný herferð fyrir tískuvörumerkið Lacoste hefur nú litið dagsins ljós, en tökur stóðu yfir í apríl á þessu ári.

Herferðin er alfarið tekin upp á Íslandi og framleiðslufyrirtækið True North hafði umsjón með verkefninu.

Að sögn Rafnars Hermannsonar, framleiðanda hjá True North gengu tökur mjög vel fyrir sig.

„Við vorum svo heppin með veður. Þau vildu gott veður og snjó og það gekk eftir. Við vorum í tökum í tvo daga en það leit út eins og við hefðum verið í mánuð,“ segir Rafnar.

Rafnar Hermannsson, framleiðandi hjá True North
„Það var sól þarna um morguninn og við vorum úti á sjó, svo fórum við upp á Hellisheiði og þar var brjáluð snjókoma,“ bætir Rafnar við.

„Þeim fannst þetta geðveikt og trúðu þessu ekki, þau trúðu varla hvað veðrið er fljótt að breytast hérna,“ segir Rafnar jafnframt.

Notast var við Íslendinga til að sitja fyrir á myndum og leika í myndbandi sem framleitt var fyrir herferðina.

Hér er hægt að sjá myndir úr herferðinni.

Í myndbandinu er farið um víðan völl, en meðal annars er tekið upp í Bláa Lóninu og í tónlistarhúsinu Hörpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.