Erlent

300 tonn af geislavirku vatni leka á hverjum degi

Starfsmenn í kjarnorkuverinu í Fukushima
Starfsmenn í kjarnorkuverinu í Fukushima mynd/afp
Talið er að allt að þrjú hundruð tonn af geislavirku vatni leki nú á hverjum degi úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan sem varð illa úti eftir að jarðskjálfti reið yfir svæðið fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

Japönsk stjórnvöld viðurkenndu í dag að lekinn, sem nýlega uppgötvaðist, sé mun meiri en talið hafi verið í fyrstu. Orkufyrirtækið sem rekur verið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir slæleg vinnubrögð í málinu en rannsóknarhópur frá háskólanum í Tókíó kynnti í dag niðurstöður sínar.

„Við höfum greint yfir 20 staði nálægt verinu þar sem geislun er fimm til tíu sinnum meiri en á nærliggjandi svæðum. Svæðin eru frá nokkrum tugum metrum í þvermál til mörg hundruð metra," segir Thornton Blair, prófessor við Háskólann í Tókýó.

Hið mengaða vatn streymir nú út í Kyrrahafið en vísindamennirnir segja óljóst hvaða áhrif lekinn hafi á lífríkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×