Lífið

David Byrne að pakka til Íslandsferðar

Jakob Bjarnar skrifar
Fyrrum foringi Talking Heads, David Byrne, er á leiðinni til Íslands ásamt tónlistarkonunni St. Vincent. Hann lendir eftir viku en þann 18. þessa mánaðar troða þau upp í Háskólabíói.

Byrne mun því dvelja hér í um fimm daga. Samkvæmt heimildum Vísis verður Byrne mikið til á eigin vegum, það verður ekki skipulög ferð í Bláa lónið eða farið með hann Gullna hringinn, enda þekkir David Byrne sig ágætlega á Íslandi. Hann hefur komið áður til Íslands. Árið 1994 hélt hann til að mynda eftirminnilega tónleika í Háskólabíói og þá hefur hann komið í tengslum við Listahátíð 2010, en þá sýndi hann ljósmyndir. Var til þess tekið að við það tækifæri hreifst hann af bátasafni Gríms Karlssonar. Byrne er fjölhæfur listamaður og má gera ráð fyrir því að hann taki þátt í vaxandi hjólamenningu landsmanna en hann er mikill reiðhjólakappi og hefur meira að segja skrifað bók um reiðhjól.

Byrne kemur með stóran hóp tónlistarmanna með sér. Alls ferðast með honum 23 og mega tónlistargestir búast við fjöri í Háskólabíó. Í nýjasta tölublaði Rolling Stone eru tónleikar með David Byrne og St. Vincent talið það 31. besta sem í boði er á heimsvísu. Íslendingar eiga þar fulltrúa. Sigurrós telst bjóða upp á 47. bestu tónleikana þeirra tónlistarmanna sem nú troða upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.