Umfjöllun og viðtöl: FH - Austria Vín 0-0 | Draumur FH-inga úti Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 7. ágúst 2013 15:30 FH-ingar eru úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir markalaust jafntefli við austurríska liðið Austria Vín í Kaplakrika í dag. FH-ingum tókst ekki að ná inn markinu sem hefði tryggt þeim framlengingu en Austria-liðið er þar með komið áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefðu tryggt sér 540 milljónir íslenskra króna hefði þeim tekist að slá Austurríkismennina út og þeir fengu sko tækifærið til þess í þessum leik. FH léku meðal annars manni fleiri síðasta hálftímann í leiknum en Austurríkismenn bökkuðu aftar á völlinn og vörðu 1-0 forskot sitt frá því í fyrri leiknum í Vín. Það var skiljanlega nokkuð mikil taugaspenna í leikmönnum FH í upphafi leiks og voru heimamenn fyrstu tíu mínúturnar að slípa sinn leik en þegar leið á fyrri hálfleikinn fór leikur þeirra að batna. FH-ingar virkuðu afslappaðir og báru greinilega litla virðingu fyrir stórliðið Austria Vín. Gestirnir náðu ekki að skapa sér góð færi í fyrri hálfleiknum og eina færi FH var skalli Atla Guðnasonar sem fór nokkuð hátt yfir markið. FH var samt sem áður sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og því einvígið galopið eftir fyrstu 45 mínútur leiksins. FH-ingar gáfu fá færi á sér og voru alltaf hættulegir í skyndisóknum. Brynjar Ásgeir Guðmundsson fékk ágætt færi eftir eina slíka og í nokkur skipti vann FH-liðið aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem lítið kom úr. Kristján Gauti Emilsson fékk flott skallafæri eftir hornspyrnu en náði ekki að koma boltanum á markið og liðsmenn Austria Vín sköpuðu sér síðan gott skallafæri á 68. mínútu. Austurríkismenn misstu mann af velli á 61. mínútu þegar Markus Suttner fékk sitt annað gula spjald eftir viðskipti við Brynjar. FH-ingar pressuðu mikið manni fleiri en tókst ekki að ná markinu mikilvæga. Austurrísku leikmennirnir töfðu leikinn við hvert tækifæri og fögnuðu síðan gríðarlega þegar lokaflautið gall. Heimir: Leikmenn geta farið stoltir frá þessum leik„Ég er gríðarlega svekktur en mér fannst við eiga góðan möguleika á að vinna þennan leik í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við fengum tækifæri til þess að skora og koma okkur í góða stöðu og því er maður sérstaklega svekktur.“ „Mér fannst leikmenn Austria Vín ekki skapa sér næstum því eins mörg færi og í útileiknum og við náðum að mestu að loka á þeirra plön.“ „Við náðum að nýta okkur ákveðna veikleika sem er í vörninni hjá þeim, plássið milli miðju og varnar.“ „FH-liðið verður aldrei sakað um að reyna ekki eftir leikinn í dag. Við spiluðum virkilega vel í kvöld og menn geta verið stoltir eftir þennan leik.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan. Ólafur: Menn eru dofnir eftir svona úrslit„Við erum nokkuð svekktir eftir þennan leik og svolítill dofi yfir leikmannahópnum,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH, eftir leikinn í kvöld. „Leikskipulag okkar gekk upp og við gerðum í raun allt rétt þegar kom að liðsuppstillingunni en ákvarðanatökur leikmanna þegar komið var fram á síðasta þriðjung vallarins voru ekki nægilega góðar.“ „Við komumst í góða stöðu og menn náðu ekki að nýta sér hana nægilega vel, ég var ekki nægilega góður persónulega í mínum ákvarðanatökum.“ „Við höfðum alltaf trú á verkefninu og vissum það alveg fyrir leikinn að við ættum möguleika, annars hefðum við bara getað verið eftir heima og horft á leikinn í sjónvarpinu.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
FH-ingar eru úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir markalaust jafntefli við austurríska liðið Austria Vín í Kaplakrika í dag. FH-ingum tókst ekki að ná inn markinu sem hefði tryggt þeim framlengingu en Austria-liðið er þar með komið áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefðu tryggt sér 540 milljónir íslenskra króna hefði þeim tekist að slá Austurríkismennina út og þeir fengu sko tækifærið til þess í þessum leik. FH léku meðal annars manni fleiri síðasta hálftímann í leiknum en Austurríkismenn bökkuðu aftar á völlinn og vörðu 1-0 forskot sitt frá því í fyrri leiknum í Vín. Það var skiljanlega nokkuð mikil taugaspenna í leikmönnum FH í upphafi leiks og voru heimamenn fyrstu tíu mínúturnar að slípa sinn leik en þegar leið á fyrri hálfleikinn fór leikur þeirra að batna. FH-ingar virkuðu afslappaðir og báru greinilega litla virðingu fyrir stórliðið Austria Vín. Gestirnir náðu ekki að skapa sér góð færi í fyrri hálfleiknum og eina færi FH var skalli Atla Guðnasonar sem fór nokkuð hátt yfir markið. FH var samt sem áður sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og því einvígið galopið eftir fyrstu 45 mínútur leiksins. FH-ingar gáfu fá færi á sér og voru alltaf hættulegir í skyndisóknum. Brynjar Ásgeir Guðmundsson fékk ágætt færi eftir eina slíka og í nokkur skipti vann FH-liðið aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem lítið kom úr. Kristján Gauti Emilsson fékk flott skallafæri eftir hornspyrnu en náði ekki að koma boltanum á markið og liðsmenn Austria Vín sköpuðu sér síðan gott skallafæri á 68. mínútu. Austurríkismenn misstu mann af velli á 61. mínútu þegar Markus Suttner fékk sitt annað gula spjald eftir viðskipti við Brynjar. FH-ingar pressuðu mikið manni fleiri en tókst ekki að ná markinu mikilvæga. Austurrísku leikmennirnir töfðu leikinn við hvert tækifæri og fögnuðu síðan gríðarlega þegar lokaflautið gall. Heimir: Leikmenn geta farið stoltir frá þessum leik„Ég er gríðarlega svekktur en mér fannst við eiga góðan möguleika á að vinna þennan leik í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við fengum tækifæri til þess að skora og koma okkur í góða stöðu og því er maður sérstaklega svekktur.“ „Mér fannst leikmenn Austria Vín ekki skapa sér næstum því eins mörg færi og í útileiknum og við náðum að mestu að loka á þeirra plön.“ „Við náðum að nýta okkur ákveðna veikleika sem er í vörninni hjá þeim, plássið milli miðju og varnar.“ „FH-liðið verður aldrei sakað um að reyna ekki eftir leikinn í dag. Við spiluðum virkilega vel í kvöld og menn geta verið stoltir eftir þennan leik.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan. Ólafur: Menn eru dofnir eftir svona úrslit„Við erum nokkuð svekktir eftir þennan leik og svolítill dofi yfir leikmannahópnum,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH, eftir leikinn í kvöld. „Leikskipulag okkar gekk upp og við gerðum í raun allt rétt þegar kom að liðsuppstillingunni en ákvarðanatökur leikmanna þegar komið var fram á síðasta þriðjung vallarins voru ekki nægilega góðar.“ „Við komumst í góða stöðu og menn náðu ekki að nýta sér hana nægilega vel, ég var ekki nægilega góður persónulega í mínum ákvarðanatökum.“ „Við höfðum alltaf trú á verkefninu og vissum það alveg fyrir leikinn að við ættum möguleika, annars hefðum við bara getað verið eftir heima og horft á leikinn í sjónvarpinu.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira