Lífið

Kennir karlmönnum að dansa á háum hælum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Yanis Marshall er 24 ára franskur listamaður og einn af fáum sem býður upp á danskennslu á háum hælum. Tímarnir eru bæði fyrir karlmenn og konur. Hælarnir eru hans uppáhalds fylgihlutur í dansinum. Fyrir honum er það einnig leið til þess að sýna að hann samþykki sjálfan sig fullkomlega og að sköpun hans afmarkist ekki af neinu.

Fyrirmyndin hans í lífinu er Madonna og segist hann vilja feta í hennar fótspor og storka hinum settu siðareglum. Yanis hóf að kenna dans í París árið 2010. Fyrst um sinn voru aðeins 4 nemendur og tveir tímar á viku en nú hefur þátttakendum fjölgað. Hefur hann til að mynda kennt 300 manns á sama tíma.

Yfir milljón manns hafa horft á myndband með danskennslu á hans vegum við lagið Brite lites með Lönu Del Rey á Youtube. Með fréttinni fylgir tónlistarmyndband þar sem Yanis dansar ásamt félögum sínum við Spice Girls lagasyrpu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.