Lífið

DeGeneres næsti Óskarskynnir

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
DeGeneres var aðalkynnir á hátíðinni árið 2007.
DeGeneres var aðalkynnir á hátíðinni árið 2007. mynd/afp
Spjallþáttastjórnandinn og sprelligosinn Ellen DeGeneres verður kynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Þetta staðfesti hún í dag.

„Ég er svo spennt yfir því að gera þetta í annað sinn,“ segir DeGeneres í yfirlýsingu, en hún var aðalkynnir á hátíðinni árið 2007. „Þið vitið hvað sagt er, allt er þegar þrennt er.“

Lengi vel var orðrómur um að grínistinn Seth MacFarlane myndi endurtaka leikinn frá því síðast, en skiptar skoðanir voru á frammistöðu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.