Lífið

Ódýrasta útihátíðin í ár

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Jakob Frímann Magnússon
Jakob Frímann Magnússon
„Þetta er sannarlega ódýrasta útihátíðin þetta árið,“ segir Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og Stuðmaður, en Stuðmenn halda stórtónleika á sunnudaginn næstkomandi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum klukkan 20:00.

Sérstakir gestir eru  syngjandi gó-gó drengirnir Sveppi og Villi en alls verða ellefu Stuðmenn á sviðinu auk gó-gó drengjanna.

Miðar verða seldir í forsölu, en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn.

Leiktækin í Tívolíi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins verða opin þetta kvöld og nýtt gagnvirkt tæki verður vígt sama dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.