Tónlist

Sigur Rós á topp 50 hjá Rolling Stone

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Sigur Rós á topp 50 lista Rolling Stone.
Sigur Rós á topp 50 lista Rolling Stone. mynd/365
Íslenska hljómsveitin Sigur Rós er á lista yfir 50 bestu tónleikaflytjendur ársins samkvæmt bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stone.

Sigur Rós er í 47. sæti á listanum. Meðal annarra listamanna sem eru á listanum má nefna Lady Gaga sem er tveimur sætum á undan Sigur Rós og Mumford & Sons sem eru í 43. sæti. Fyrstu þrjú sætin á listanum skipa tónlistarmaðurinn  Bruce Springsteen í fyrsta sæti, listamaðurinn Prince sem er í öðru sæti og rokkgoðsagnirnar í Rolling Stones eru í því þriðja.

Til þess að komast að því hverjir eru bestir þetta árið óskaði Rolling Stone eftir áliti rithöfunda, fólks  úr atvinnulífinu og listamanna. Til þess að komast á lista þurfa flytjendurnir að hafa verið á tónleikaferðalagi á síðustu fimm árum og vera starfandi í dag.

Í tímaritinu er farið fögrum orðum um Sigur Rós og hæfileika hljómsveitarinnar til þess gæða hljóðversupptökur lífi á sviðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×