Íslenski boltinn

Ætlar að setjast niður með Þóri eftir helgi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ragnar og Katrín Jónsdóttir ræða málin að loknu tapinu gegn Svíum á EM. Ljóst er að ákveðin kynslóðaskipti eru framundan hjá liðinu.
Sigurður Ragnar og Katrín Jónsdóttir ræða málin að loknu tapinu gegn Svíum á EM. Ljóst er að ákveðin kynslóðaskipti eru framundan hjá liðinu. Mynd/Daníel
„Ég ætla að taka mér tíma yfir helgina og hugsa um þetta," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Samningur Sigurðar Ragnars við KSÍ rann út að lokinni úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fór í Svíþjóð á dögunum. Sigurður Ragnar kom íslenska liðinu í átta liða úrslitin en liðið lagði Holland og gerði jafntefli við Noreg í riðlakeppninni.

Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, staðfesti fyrr í dag að stjórn KSÍ hefði veit Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra sambandsins, umboð til að semja á nýjan leik við Sigurð Ragnar.

„Mér stendur starfið til boða og er að hugsa málið," segir Sigurður Ragnar. Hann fer ekki leynt með að það kitli að reyna að koma liðinu í lokakeppni heimsmeistaramótsins árið 2015.

Ísland hefur komist í lokakeppni síðustu tveggja Evrópumóta undir stjórn Sigurðar Ragnars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×