Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 19. ágúst 2013 13:31 Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Pjetur Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins myndi ekki styðja þingsályktunartillögu um að slíta viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún vill að slík atkvæðagreiðsla fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur valdið óróleika í stjórnarsamstarfinu með yfirlýsingum sínum um að hann sjái enga ástæðu til að setja áframhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu. En þótt báðir stjórnarflokkarnir séu andvígir aðild að sambandinu og hafi lofað því í kosningabaráttunni að gera hlé á viðræðunum, er engu að síður talað um það í stjórnarsáttmálanum að viðræðum verði ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi túlkar þetta ákvæði stjórnarsáttmálans greinilega með öðrum hætti en Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem er í engum vafa um að þetta þýði þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. „Nei það gerir það ekki. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í þá veru. Forystumenn flokksins og við sem voru í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í vor sögðum að við myndum gera slíkt og ég get ekki ímyndað mér annað en staðið verði við það loforð,“ segir Ragnheiður. Hún telji samstarfsflokkinn í ríkisstjórn ekki vera að reyna að komast undan þessu þrátt fyrir yfirlýsingar Gunnars Braga. „Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað í aðdraganda kosninga og við verðum þá að ræða þau mál og komast að niðurstöðu hvað það mál varðar,“ segir Ragnheiður. Hún telji að forysta Sjálfstæðisflokksins muni standa við loforð sitt. „ Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ Stjórnarflokkarnir hafa boðað að gerð verði skýrsla um stöðu viðræðnanna og þróunina innan Evrópusambandsins sem lögð verði fyrir Alþingi og hafa flestir skilið það sem svo að spurningin um áframhald viðræðna færi í þjóðaratkvæðagreiðslu að því ferli loknu. En hvenær myndi Ragnheiður vilja slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, til dæmis samhliða sveitarstjórnarkosningum eins og sumir hafa lagt til? „Mér þætti það bara hið besta mál. Já ég held að það væri ágætis tímasetning.“ Hún sé hins vegar ekki viss um að allir sveitarstjórnarmenn yrðu hrifnir að því að blanda þessum málum saman. Til að slíta viðræðunum þyrfti Alþingi að samþykkja nýja þingsályktunartillögu þar að lútandi. En myndi Ragnheiður styðja slíka tillögu? „Nei, ég myndi ekki gera það,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins myndi ekki styðja þingsályktunartillögu um að slíta viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún vill að slík atkvæðagreiðsla fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur valdið óróleika í stjórnarsamstarfinu með yfirlýsingum sínum um að hann sjái enga ástæðu til að setja áframhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu. En þótt báðir stjórnarflokkarnir séu andvígir aðild að sambandinu og hafi lofað því í kosningabaráttunni að gera hlé á viðræðunum, er engu að síður talað um það í stjórnarsáttmálanum að viðræðum verði ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi túlkar þetta ákvæði stjórnarsáttmálans greinilega með öðrum hætti en Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem er í engum vafa um að þetta þýði þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. „Nei það gerir það ekki. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í þá veru. Forystumenn flokksins og við sem voru í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í vor sögðum að við myndum gera slíkt og ég get ekki ímyndað mér annað en staðið verði við það loforð,“ segir Ragnheiður. Hún telji samstarfsflokkinn í ríkisstjórn ekki vera að reyna að komast undan þessu þrátt fyrir yfirlýsingar Gunnars Braga. „Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað í aðdraganda kosninga og við verðum þá að ræða þau mál og komast að niðurstöðu hvað það mál varðar,“ segir Ragnheiður. Hún telji að forysta Sjálfstæðisflokksins muni standa við loforð sitt. „ Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ Stjórnarflokkarnir hafa boðað að gerð verði skýrsla um stöðu viðræðnanna og þróunina innan Evrópusambandsins sem lögð verði fyrir Alþingi og hafa flestir skilið það sem svo að spurningin um áframhald viðræðna færi í þjóðaratkvæðagreiðslu að því ferli loknu. En hvenær myndi Ragnheiður vilja slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, til dæmis samhliða sveitarstjórnarkosningum eins og sumir hafa lagt til? „Mér þætti það bara hið besta mál. Já ég held að það væri ágætis tímasetning.“ Hún sé hins vegar ekki viss um að allir sveitarstjórnarmenn yrðu hrifnir að því að blanda þessum málum saman. Til að slíta viðræðunum þyrfti Alþingi að samþykkja nýja þingsályktunartillögu þar að lútandi. En myndi Ragnheiður styðja slíka tillögu? „Nei, ég myndi ekki gera það,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira