Ólafur Kristjáns: Enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2013 01:28 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. Ólafur ræddi í þættinum við Hörð Magnússon, umsjónarmann Pepsi-markanna, og fór þar yfir stöðu mála en hann var þá nýkominn frá sjúkrahúsinu þar sem hann hitti Elfar Árna. „Þetta lítur betur út en áhorfist í fyrstu. Hann er kominn til meðvitundar og er á spítala. Ég fór til hans áðan og spjallaði við hann. Hann var eftir atvikum nokkuð eðlilegur. Þetta leit ekki vel út en sem betur fer fór þetta vel," sagði Ólafur. „Okkar hugur og allra eru hjá honum og að hann jafni sig. Þetta leit ekki vel út og menn voru sjokkeraðir hvort sem það voru leikmenn beggja liða, áhorfendur, þjálfarar eða þeir sem komu að þessu. Það er ánægjulegt að þetta líti betur út eftir rannsóknir og annað," sagði Ólafur. „Ég vil nota tækifærið og þakka bæði sjúkraþjálfurum okkar, sjúkraþjálfurum KR, leikmönnum beggja liða og læknum sem komu að fyrir þeirra þátt. Það skipti sköpum að það voru góð viðbrögð og hröð handtök," sagði Ólafur. „Þetta kemur mér þannig fyrir sjónir. Það er hár bolti eins og hengur. Elfar og Grétar Sigfinnur fara upp í skallaeinvígi. Óhappið verður og þeir skella saman með höfuðin og við sjáum slíkt gerast í fótboltaleikjum. Elfar liggur eftir og Magnús Þórisson dómari bregst mjög hratt við og stoppar leikinn strax. Fyrstu viðbrögð okkar eru að þarna séu einhvers konar meiðsli. Menn eru ekkert undibúnir fyrir þetta því þetta var alvarlegra en gengur og gerist. Bjarni (Guðjónsson) kemur að honum sem og fleiri leikmenn og bregðast hárrétt við. Svo hefjast menn bara handa við að gera það sem þarf að gera í svona stöðu," sagði Ólafur. „Menn voru eðlilega mjög sjokkeraðir því þarna sjá leikmenn inn á vellinum þetta frá fyrstu hendi. Áhorfendur upp í stúku fá líka engar fréttir af því sem er að gerast. Við ákváðum að fara með bæði liðin inn í klefa. Rúnar og hans teymi hjá KR var eðlilega brugðið og menn voru mjög samhuga og skilningsríkir í því að það voru önnur atriði mikilvægari en fótboltaleikurinn. Svo þegar við fengum fréttir af líðan Elfars út á vellinum og í sjúkrabílnum þá komum við saman og tókum ákvörðun um það að það væri réttast að stoppa þennan leik. Ég efast ekki um að það var eina ákvörðunin sem var rétt að taka. Það var enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig eftir að hafa orðið vitni að þessu," sagði Ólafur en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. Ólafur ræddi í þættinum við Hörð Magnússon, umsjónarmann Pepsi-markanna, og fór þar yfir stöðu mála en hann var þá nýkominn frá sjúkrahúsinu þar sem hann hitti Elfar Árna. „Þetta lítur betur út en áhorfist í fyrstu. Hann er kominn til meðvitundar og er á spítala. Ég fór til hans áðan og spjallaði við hann. Hann var eftir atvikum nokkuð eðlilegur. Þetta leit ekki vel út en sem betur fer fór þetta vel," sagði Ólafur. „Okkar hugur og allra eru hjá honum og að hann jafni sig. Þetta leit ekki vel út og menn voru sjokkeraðir hvort sem það voru leikmenn beggja liða, áhorfendur, þjálfarar eða þeir sem komu að þessu. Það er ánægjulegt að þetta líti betur út eftir rannsóknir og annað," sagði Ólafur. „Ég vil nota tækifærið og þakka bæði sjúkraþjálfurum okkar, sjúkraþjálfurum KR, leikmönnum beggja liða og læknum sem komu að fyrir þeirra þátt. Það skipti sköpum að það voru góð viðbrögð og hröð handtök," sagði Ólafur. „Þetta kemur mér þannig fyrir sjónir. Það er hár bolti eins og hengur. Elfar og Grétar Sigfinnur fara upp í skallaeinvígi. Óhappið verður og þeir skella saman með höfuðin og við sjáum slíkt gerast í fótboltaleikjum. Elfar liggur eftir og Magnús Þórisson dómari bregst mjög hratt við og stoppar leikinn strax. Fyrstu viðbrögð okkar eru að þarna séu einhvers konar meiðsli. Menn eru ekkert undibúnir fyrir þetta því þetta var alvarlegra en gengur og gerist. Bjarni (Guðjónsson) kemur að honum sem og fleiri leikmenn og bregðast hárrétt við. Svo hefjast menn bara handa við að gera það sem þarf að gera í svona stöðu," sagði Ólafur. „Menn voru eðlilega mjög sjokkeraðir því þarna sjá leikmenn inn á vellinum þetta frá fyrstu hendi. Áhorfendur upp í stúku fá líka engar fréttir af því sem er að gerast. Við ákváðum að fara með bæði liðin inn í klefa. Rúnar og hans teymi hjá KR var eðlilega brugðið og menn voru mjög samhuga og skilningsríkir í því að það voru önnur atriði mikilvægari en fótboltaleikurinn. Svo þegar við fengum fréttir af líðan Elfars út á vellinum og í sjúkrabílnum þá komum við saman og tókum ákvörðun um það að það væri réttast að stoppa þennan leik. Ég efast ekki um að það var eina ákvörðunin sem var rétt að taka. Það var enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig eftir að hafa orðið vitni að þessu," sagði Ólafur en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira