Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Svavar Hávarðsson skrifar 19. ágúst 2013 08:00 Fréttablaðið/Pjetur Unnið er að því innan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hvernig því verður mætt að IPA-styrkur Evrópusambandsins til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Verkefnið snýst um að auka enn frekar matvælaöryggi á Íslandi og talið nauðsynlegt til að standa við skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist með samþykkt matvælalöggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Matís og Matvælastofnun sendu frá sér neyðarkall vegna málsins á fimmtudag og minntu á að undanþágur Íslandi til handa á matvælalöggjöfinni myndu falla niður ef verkefnið fengi ekki framgang. Þar sagði jafnframt að ef íslensk stjórnvöld brygðust ekki við væri matvælaöryggi á Íslandi stefnt í hættu. Um talsverða fjármuni er að tefla; 1,9 milljónir evra eða rúmlega 300 milljónir íslenskra króna.Sigurður Ingi Jóhannsson„Matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi. Mikilvægt er að viðhalda þeirri stöðu þrátt fyrir að vera komin inn á innri markað ESB. Nú hefur ESB dregið til baka IPA-styrki sem meðal annars átti að nýta til tækjakaupa. Það kallar á nýja nálgun í fjármögnun þess verkefnis og verður farið yfir stöðu þessa máls innan ráðuneytisins og er unnið að því,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í skriflegu svari til Fréttablaðsins við spurningunni hvort stjórnvöld ætluðu að taka við boltanum og fjármagna verkefnið. „Ég tel að skynsamlegra hefði verið af þessum stofnunum að leita til ráðuneytisins um hvernig nálgast megi málið lausnamiðað, og þróa þá vinnu sem liggur fyrir að nú þarf að fara í, í stað þess að vera með hræðsluáróður í fjölmiðlum, segir Sigurður Ingi jafnframt í svari sínu. Í fréttatilkynningunni segir „að neytendur verða að geta gengið að því vísu að matvæli hérlendis ógni ekki heilsu þeirra og ofangreint verkefni er liður í að tryggja það“. Verkefnið Örugg matvæli var sett af stað til að vinna að uppbyggingu nauðsynlegs tækjabúnaðar. Starfsfólk rannsóknaaðila og eftirlitsaðila á jafnframt að þjálfa í notkun búnaðar, löggjöf, sýnatökum og gæðamálum, sem tengjast matvælaeftirliti og matvælarannsóknum. Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Unnið er að því innan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hvernig því verður mætt að IPA-styrkur Evrópusambandsins til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Verkefnið snýst um að auka enn frekar matvælaöryggi á Íslandi og talið nauðsynlegt til að standa við skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist með samþykkt matvælalöggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Matís og Matvælastofnun sendu frá sér neyðarkall vegna málsins á fimmtudag og minntu á að undanþágur Íslandi til handa á matvælalöggjöfinni myndu falla niður ef verkefnið fengi ekki framgang. Þar sagði jafnframt að ef íslensk stjórnvöld brygðust ekki við væri matvælaöryggi á Íslandi stefnt í hættu. Um talsverða fjármuni er að tefla; 1,9 milljónir evra eða rúmlega 300 milljónir íslenskra króna.Sigurður Ingi Jóhannsson„Matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi. Mikilvægt er að viðhalda þeirri stöðu þrátt fyrir að vera komin inn á innri markað ESB. Nú hefur ESB dregið til baka IPA-styrki sem meðal annars átti að nýta til tækjakaupa. Það kallar á nýja nálgun í fjármögnun þess verkefnis og verður farið yfir stöðu þessa máls innan ráðuneytisins og er unnið að því,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í skriflegu svari til Fréttablaðsins við spurningunni hvort stjórnvöld ætluðu að taka við boltanum og fjármagna verkefnið. „Ég tel að skynsamlegra hefði verið af þessum stofnunum að leita til ráðuneytisins um hvernig nálgast megi málið lausnamiðað, og þróa þá vinnu sem liggur fyrir að nú þarf að fara í, í stað þess að vera með hræðsluáróður í fjölmiðlum, segir Sigurður Ingi jafnframt í svari sínu. Í fréttatilkynningunni segir „að neytendur verða að geta gengið að því vísu að matvæli hérlendis ógni ekki heilsu þeirra og ofangreint verkefni er liður í að tryggja það“. Verkefnið Örugg matvæli var sett af stað til að vinna að uppbyggingu nauðsynlegs tækjabúnaðar. Starfsfólk rannsóknaaðila og eftirlitsaðila á jafnframt að þjálfa í notkun búnaðar, löggjöf, sýnatökum og gæðamálum, sem tengjast matvælaeftirliti og matvælarannsóknum.
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira