Íslenski boltinn

Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið

Elfar Árni Aðalsteinsson.
Elfar Árni Aðalsteinsson. Mynd/Daníel
Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn, áhorfendur og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út.

„Nú er lokið heilaskönnun á Elfari Árna Aðalsteinssyni, leikmanni Breiðabliks, sem fékk þungt höfuðhögg í leik liðsins við KR á Kópavogsvelli í kvöld. Niðurstöðurnar lofa góðu þar sem allt virðist vera í lagi. Ekki liggur fyrir hvort hann þarf að dveljast á sjúkrahúsi í nótt," skrifar Borghildur Sigurðardóttir, formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks, í fréttatilkynningu.



„Knattspyrnudeild Breiðabliks og leikmenn liðsins vilja þakka áhorfendum á leiknum í kvöld þann skilning sem þeir sýndu þeirri ákvörðun að fresta leiknum. Nýr leiktími verður ákveðinn af Knattspyrnusambandinu og verður frítt inn á þann leik.“

Atvikið gerðist á 4. mínútu leiksins þegar Elfar Árni fór upp í skallaeinvígi. Það liðu um 12 mínútur þar til að sjúkrabíll kom á staðinn en á meðan var hlúð að Elfar Árna á miðjum Kópavogsvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×