Innlent

Uppfært: "Ekki er skylda að vera með sjúkrabíl á leikjum“

Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ.
Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ.
„Ekki er skylda að vera með sjúkrabíl á leikjum,“ segir Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, en um 9 mínútur liðu áður en sjúkrabíll kom á vettvang þegar Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Blika, slasaðist illa í leik á móti KR fyrr í kvöld.

„Það er skylda að vera með lækni á bekknum, allavega hjá heimaliðinu. Ekki skylda fyrir gestaliðið að koma með lækni.“

Hann segir það einnig vera skyldu að leikvangar séu búnir hjartastuðtæki en kallað var eftir því í kvöld þegar Elfar Árni hneig niður.

„Þrátt fyrir að það sé ekki skylda að sjúkrabíll sé til staðar á vellinum þarf aðgengi fyrir sjúkrabíla að vera tryggt. Í Kópavogi er þessi aðgangur til staðar, bíllinn keyrir niður við Sporthúsið.“

Elfar Árni fór í gegnum heilaskann í kvöld og kom í ljós að niðurstöður úr heilaskönnun lofa góðu.

ATHUGASEMD:

Ómar Smárason segir að ekki séu allir sammála um skyldu þess að vera með lækni á leikjum.

Orðalag Handbókar leikja KSÍ er eftirfarandi:

„Öll lið ættu að vera með lækni og sjúkraþjálfara á bekknum. Í staðalformi

leikmannasamnings er þess getið í kafla um skyldur félags að samningafélag skuli „sjá til þess að á leikjum meistaraflokks sé til taks læknir, hjúkrunarfræðingur eða sjúkraþjálfari“.“

Orðið ættu hefur verið túlkað mismunandi og segir Ómar málið verða tekið fyrir sem fyrst þar sem að hans sögn ætti auðvitað að vera skylda að hafa lækni á leikjum.

Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að það sé skylda að vera með sjúkraþjálfaðan mann á bekknum og þannig ætti að túlka þessa reglugerð.


Tengdar fréttir

Leikur Breiðabliks og KR flautaður af

Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.

Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg

Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum eftir að framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar.

Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið

Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út.

Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju

Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×