Vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Jóhannes Stefánsson skrifar 18. ágúst 2013 13:15 Utanríkisráðherra vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Samsett mynd Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann ræddi meðal annars aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa brugðist í málinu með því að villa um fyrir fólki. „Ég held að fyrri stjórnvöld hafi aðeins, eða ekkert aðeins, bara brugðist með því að telja fólki trú um að það sé hægt að kíkja í pakkann eins og sagt er. Það er ekki þannig," segir Gunnar. Þá segir Gunnar að vegna þess að fyrri ríkisstjórn hafi ekki haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræðurnar væri eðlilegt að ekki væri blásið til atkvæðagreiðslu um framhald þeirra nú. „En að ég, Sigurjón M. Egilsson fái að segja mína skoðun, eða minn vilja í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að við höldum þessu áfram?" Spyr Sigurjón M. Egilsson þáttastjórnandi Sprengisands. „Ég held að flestir viti það nú að ég er ekki sammála því að myndin sé svona einföld. Ég hlýt að spyrja, af hverju var Sigurjón M. Egilsson ekki spurður þegar lagt var af stað?" Segir Gunnar Bragi. „Það er allt annað mál," svarar Sigurjón. „Nei það er ekki allt annað mál, þegar lagt var af stað í þessa vegferð," segir Gunnar. „En við breytum því ekki," breytir Sigurjón við. „Það er búið að gefa tóninn og fordæmið. Alþingi ákvað þetta þannig að að mínu viti getur Alþingi líka ákveðið að stöðva þetta ef það vill. En hefur ekki gert það," svarar Gunnar Bragi til. Þá spyr Sigurjón: „Finnst þér ekki þörf á því að kjósa um hvort halda eigi viðræðunum áfram?" Og Gunnar svarar: „Mér finnst það ekki nei." Gunnar segir ekki hafa verið áhuga fyrir því að ganga í sambandið þegar aðildarumsóknin var lögð inn. „Það er mjög nýtt fyrir þeim að einhver sæki um sem hafi ekki áhuga á að fara inn," segir hann í viðtalinu. Gunnar er þeirrar skoðunar að ekki eigi að halda viðræðunum áfram. „Ég hef á nokkuð löngum tíma kynnt mér Evrópusambandið, fyrst sem sveitarstjórnarmaður og reyndar þar áður bara sem ungur stjórnmálamaður. Ég hef styrkst í þeirri vissu minni að Ísland á ekkert heima í Evrópusambandinu," segir Gunnar Bragi. Ráðamenn Evrópusambandsins hafa á undanförnum mánuðum farið þess á leit að íslensk stjórnvöld taki ákvörðun um framhald viðræðnanna. Það er því ljóst að einungis tvennt stendur eftir. Að framlengja hlé á viðræðunum þar til þolinmæði Evrópusambandsins þrýtur, eða að slíta þeim. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann ræddi meðal annars aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa brugðist í málinu með því að villa um fyrir fólki. „Ég held að fyrri stjórnvöld hafi aðeins, eða ekkert aðeins, bara brugðist með því að telja fólki trú um að það sé hægt að kíkja í pakkann eins og sagt er. Það er ekki þannig," segir Gunnar. Þá segir Gunnar að vegna þess að fyrri ríkisstjórn hafi ekki haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræðurnar væri eðlilegt að ekki væri blásið til atkvæðagreiðslu um framhald þeirra nú. „En að ég, Sigurjón M. Egilsson fái að segja mína skoðun, eða minn vilja í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að við höldum þessu áfram?" Spyr Sigurjón M. Egilsson þáttastjórnandi Sprengisands. „Ég held að flestir viti það nú að ég er ekki sammála því að myndin sé svona einföld. Ég hlýt að spyrja, af hverju var Sigurjón M. Egilsson ekki spurður þegar lagt var af stað?" Segir Gunnar Bragi. „Það er allt annað mál," svarar Sigurjón. „Nei það er ekki allt annað mál, þegar lagt var af stað í þessa vegferð," segir Gunnar. „En við breytum því ekki," breytir Sigurjón við. „Það er búið að gefa tóninn og fordæmið. Alþingi ákvað þetta þannig að að mínu viti getur Alþingi líka ákveðið að stöðva þetta ef það vill. En hefur ekki gert það," svarar Gunnar Bragi til. Þá spyr Sigurjón: „Finnst þér ekki þörf á því að kjósa um hvort halda eigi viðræðunum áfram?" Og Gunnar svarar: „Mér finnst það ekki nei." Gunnar segir ekki hafa verið áhuga fyrir því að ganga í sambandið þegar aðildarumsóknin var lögð inn. „Það er mjög nýtt fyrir þeim að einhver sæki um sem hafi ekki áhuga á að fara inn," segir hann í viðtalinu. Gunnar er þeirrar skoðunar að ekki eigi að halda viðræðunum áfram. „Ég hef á nokkuð löngum tíma kynnt mér Evrópusambandið, fyrst sem sveitarstjórnarmaður og reyndar þar áður bara sem ungur stjórnmálamaður. Ég hef styrkst í þeirri vissu minni að Ísland á ekkert heima í Evrópusambandinu," segir Gunnar Bragi. Ráðamenn Evrópusambandsins hafa á undanförnum mánuðum farið þess á leit að íslensk stjórnvöld taki ákvörðun um framhald viðræðnanna. Það er því ljóst að einungis tvennt stendur eftir. Að framlengja hlé á viðræðunum þar til þolinmæði Evrópusambandsins þrýtur, eða að slíta þeim.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira