Innlent

Faðirinn enn í farbanni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Farbannið átti að renna út í dag en að sögn lögmanns hefur maðurinn ekki verið yfirheyrður síðan í maí.
Farbannið átti að renna út í dag en að sögn lögmanns hefur maðurinn ekki verið yfirheyrður síðan í maí.
Farbann yfir föður fimm mánaða stúlku sem talin er hafa látist vegna heilablæðingar af völdum svokallaðs „shaken baby syndrome“ hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Farbannið átti að renna út í dag en að sögn lögmanns hefur maðurinn ekki verið yfirheyrður síðan í maí. Hann var fyrst úrskurðaður í farbann þann 26. mars og hefur það ítrekað verið framlengt.

Stúlkan lést á Landspítalanum þann 18. mars eftir að hafa verið flutt þangað meðvitundarlaust. Bráðabirgðaniðurstöður réttarlæknisfræðilegrar rannsóknar renndi stoðum undir að andlát barnsins mætti rekja til þess að barnið hafi verið hrist það harkalega að það hafi orsakað blæðingar inn á heila þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×