Tölvuþrjótur fyrir rétti vegna stærsta kortasvindls sögunnar Þorgils Jónsson skrifar 13. ágúst 2013 10:51 Dimitri Smilianets er nú fyrir rétti í Bandaríkjunum vegna umfangsmesta kortasvindls sögunnar. Hann segist saklaus. Dimitri Smilianets, tæplega þrítugur Rússi, lýsti sig í gær saklausan fyrir rétti í Bandaríkjunum, en hann er ákærður ásamt fjórum öðrum fyrir stærsta greiðslukortasvindl sögunnar. Gengið er sakað um að hafa, með því að hakka sig inn í netþjóna fjölmargra stórfyrirtækja, stolið upplýsingum um að minnsta kosti 160 milljónir kredit- og debetkorta og valdið tjóni upp á hundruð milljóna Bandaríkjadala. Brotin áttu sér stað frá ágúst fram á þetta ár. Smilianets, sem var nokkuð þekktur sem eigandi tölvuleikjakeppnisliðs, er sá eini sem er fyrir rétti, en hann var framseldur frá Hollandi fyrir tæpu ári síðan. Einn til viðbótar er enn í haldi í Hollandi og bíður framsals, en hinir, tveir Rússar og Úkraínumaður, leika enn lausum hala. Hlutverk Smilianets í klíkunni var að selja kortaupplýsingarnar um allan heim, en þær voru svo nýttar til þess að búa til ný kort til að svíkja út fjármuni í hraðbönkum og með beinum kaupum á vörum eða þjónustu. Meðal þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á svikurunum stórtæku eru Nasdaq, JetBlue og Heartland Payment Systems eitt stærsta kortaumsýslufyrirtæki heims. Þessi þrjú fyrirtæki ein og sér töpuðu um 300 milljónum dala vegna gagnaþjófnaðarins, en á annan tug annarra fyrirtækja urðu einnig fyrir tjóni. Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Dimitri Smilianets, tæplega þrítugur Rússi, lýsti sig í gær saklausan fyrir rétti í Bandaríkjunum, en hann er ákærður ásamt fjórum öðrum fyrir stærsta greiðslukortasvindl sögunnar. Gengið er sakað um að hafa, með því að hakka sig inn í netþjóna fjölmargra stórfyrirtækja, stolið upplýsingum um að minnsta kosti 160 milljónir kredit- og debetkorta og valdið tjóni upp á hundruð milljóna Bandaríkjadala. Brotin áttu sér stað frá ágúst fram á þetta ár. Smilianets, sem var nokkuð þekktur sem eigandi tölvuleikjakeppnisliðs, er sá eini sem er fyrir rétti, en hann var framseldur frá Hollandi fyrir tæpu ári síðan. Einn til viðbótar er enn í haldi í Hollandi og bíður framsals, en hinir, tveir Rússar og Úkraínumaður, leika enn lausum hala. Hlutverk Smilianets í klíkunni var að selja kortaupplýsingarnar um allan heim, en þær voru svo nýttar til þess að búa til ný kort til að svíkja út fjármuni í hraðbönkum og með beinum kaupum á vörum eða þjónustu. Meðal þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á svikurunum stórtæku eru Nasdaq, JetBlue og Heartland Payment Systems eitt stærsta kortaumsýslufyrirtæki heims. Þessi þrjú fyrirtæki ein og sér töpuðu um 300 milljónum dala vegna gagnaþjófnaðarins, en á annan tug annarra fyrirtækja urðu einnig fyrir tjóni.
Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira