Sigurwin skilinn eftir heima í Malmö Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2013 18:39 Sara Björk (t.v.), Þóra Björg (t.h.) ásamt liðsfélögum sínum í Malmö á leiðinni heim í lestinni eftir sigurinn í Tyresö. Mynd/Aðsend „Við þurftum að fá þrjú stig í þessum leik. Sigurinn setur okkur í enn betri stöðu í deildinni," segir Sara Björk Gunnarsdóttir miðjumaður LdB Malmö. Sara Björk og Þóra Björg Helgadóttir voru í eldlínunni með liði sínu sem vann dramatískan 3-2 sigur á Tyresö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Manni færri og marki undir sneru gestirnir við blaðinu og tryggðu sér sigur seint í leiknum. „Við virkuðum allar hálfáhugalausar í fyrri hálfleiknum," segir Sara Björk en gestirnir voru 1-0 undir í hálfleik. Miðjumaðurinn segir allt annað hafa verið að sjá til liðsins í síðari hálfleik. „Svo lendum við í því á 70. mínútu að miðvörður okkar fær rautt spjald og þær skora úr aukaspyrnunni," segir Sara Björk. Aldrei hafi þó komið annað til greina en að blása til sóknar og snúa við blaðinu. „Stemmningin í seinni hálfleiknum var einhvern veginn þannig að við sóttum á fullu. Við héldum því áfram enda höfðum við engu að tapa. Við gáfum allt í þetta," segir Sara Björk. Frægasti gullfiskur í Svíþjóð, sjálfur Sigurwin, býr núna hjá Þóru Björgu í Malmö. Mikið fár var í kringum gullfiskinn á Evrópumótinu í Svíþjóð þar sem hann var lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins. Ætlaði allt um koll að keyra þegar Hallbera Gísladóttir hótaði að sturta honum niður eftir 4-0 tapið gegn Svíum. Nú er hann kominn til Malmö og hefur liðið unnið báða leiki sína síðan þá. „Ætli það sé ekki einhver tenging þarna á milli," segir Sara Björk létt. Fiskurinn fékk þó ekki að ferðast með liðinu til Tyresö. „Nei, hann var bara heima hjá Þóru," segir Sara Björk. LdB Malmö og Tyresö deila nú toppsætinu í Svíþóð með 30 stig. Tyresö hefur þó betri markatölu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
„Við þurftum að fá þrjú stig í þessum leik. Sigurinn setur okkur í enn betri stöðu í deildinni," segir Sara Björk Gunnarsdóttir miðjumaður LdB Malmö. Sara Björk og Þóra Björg Helgadóttir voru í eldlínunni með liði sínu sem vann dramatískan 3-2 sigur á Tyresö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Manni færri og marki undir sneru gestirnir við blaðinu og tryggðu sér sigur seint í leiknum. „Við virkuðum allar hálfáhugalausar í fyrri hálfleiknum," segir Sara Björk en gestirnir voru 1-0 undir í hálfleik. Miðjumaðurinn segir allt annað hafa verið að sjá til liðsins í síðari hálfleik. „Svo lendum við í því á 70. mínútu að miðvörður okkar fær rautt spjald og þær skora úr aukaspyrnunni," segir Sara Björk. Aldrei hafi þó komið annað til greina en að blása til sóknar og snúa við blaðinu. „Stemmningin í seinni hálfleiknum var einhvern veginn þannig að við sóttum á fullu. Við héldum því áfram enda höfðum við engu að tapa. Við gáfum allt í þetta," segir Sara Björk. Frægasti gullfiskur í Svíþjóð, sjálfur Sigurwin, býr núna hjá Þóru Björgu í Malmö. Mikið fár var í kringum gullfiskinn á Evrópumótinu í Svíþjóð þar sem hann var lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins. Ætlaði allt um koll að keyra þegar Hallbera Gísladóttir hótaði að sturta honum niður eftir 4-0 tapið gegn Svíum. Nú er hann kominn til Malmö og hefur liðið unnið báða leiki sína síðan þá. „Ætli það sé ekki einhver tenging þarna á milli," segir Sara Björk létt. Fiskurinn fékk þó ekki að ferðast með liðinu til Tyresö. „Nei, hann var bara heima hjá Þóru," segir Sara Björk. LdB Malmö og Tyresö deila nú toppsætinu í Svíþóð með 30 stig. Tyresö hefur þó betri markatölu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira