Lífið

Flutti á Suðureyri fyrir ástina

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Víkingur Kristjánsson og Kolbrún Elma Schmidt.
Víkingur Kristjánsson og Kolbrún Elma Schmidt.
Víkingur Kristjánsson, leikari og meðlimur leikhópsins Vesturports, er fluttur á Suðureyri við Súgandafjörð fyrir ástina.

Hin heppna heitir Kolbrún Elma Schmidt og er Súgfirðingur. 

Víkingur kemur til með að starfa áfram með Vesturporti, en þess á milli mun hann vinna hjá fiskvinnslufyrirtækinu Klofningi á Suðureyri.

Víkingur var auk þess andlit Ögurballsins sem haldið er í Ísafjarðardúpi árlega. Því er ljóst að Víkingur er að hlúa að sínum vestfirsku rótum, en hann er einmitt alinn upp í Ísafjarðardjúpi.

Klofningur er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í vinnslu aukaafurða og markaðssetningu þeirra í Afríku og Evrópu, og hlaut meðal annars frumkvöðlaverðlaun Ísafjarðarbæjar árið 2006. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.