Lífið

Hamskipti frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í Osló í kvöld

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Leikhópurinn Vesturport frumsýnir á tveimur stöðum í kvöld.

Leikritið Hamskipti eftir Franz Kafka, í leikgerð Gísla Arnar Garðarssonar og David Farr, verður frumsýnt í kvöld í Þjóðleikhúsi Norðmanna, í Osló.

Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, segir þetta einstaklega skemmtilegt.

Hamskiptin hafa ferðast víða og þetta er í annað sinn sem Þjóðleikhús Norðmanna setur upp verkið. Gísli leikur í sýningunni ásamt Ingvari E. Sigurðssyni og svo norskum leikurum við Þjóðleikhúsið," segir Rakel.

Sýningin hlaut lof gagnrýnenda þegar hún var sýnd þar í fyrra, og því var ákveðið að setja upp sýninguna á nýjan leik.

Þess má geta, að önnur sýning í leikstjórn Gísla Arnar verður sett upp í Bergen í Noregi með haustinu, en það er sýningin Hrói Höttur sem Vesturport frumsýndi í The Royal Shakespeare Company í Englandi ekki alls fyrir löngu.

Á sama tíma, er einleikur Víkings Kristjánssonar, í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar Tribbbjút frumsýndur á einleikshátíðinni Act Alone, sem nú er haldin í tíunda sinn á Suðureyri á Vestfjörðum. 

Víkingur Kristjánsson skrifaði verkið sem er byggt á æskuminningum hans frá Vestfjröðum.

Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Vesturport frumsýnir verk á Vestfjörðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.