Leikskóli 101 opnar ekki í dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2013 10:19 Leikskólinn 101 og Hulda Linda Stefánsdóttir eigandi og leikskólastjóri. samsett mynd Leikskólinn 101 var ekki opnaður á ný í morgun eins og stefnt hafði verið að. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag. Leikskólanum var lokað fyrir átta dögum þegar rannsókn hófst á meintri vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum í skólanum. Þá voru tveir starfsmenn leystir tímabundið frá störfum vegna málsins. Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi og leikskólastjóri skólans, óskaði eftir samstarfi við barnaverndaryfirvöld og Reykjavíkurborg um að opna leikskólann að nýju og á fundi með foreldrum barna á leikskólanum fyrr í vikunni var tilkynnt að leikskólinn myndi opna á nýjan leik í dag. Gerð var óformleg könnun meðal þeirra foreldra sem voru á fundinum og aðeins einn rétti upp hönd þegar spurt var hversu margir myndu fara með barnið sitt aftur í leikskólann. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Hulda að hún hafi tekið ákvörðun í gær um að opna ekki skólann vegna aðstæðna og á meðan rannsókn stendur yfir. Meira vildi hún ekki tjá sig um málið. Í gær var fjallað um í fréttum að foreldrar barna á leikskólanum hafi óskað eftir skattarannsókn á leikskólanum þar sem hluti foreldra greiði leikskólagjöld inn á persónulegan reikning leikskólastjórans, þrátt fyrir að skólinn hafi sína eigin kennitölu. Ábendingin til skattrannsóknarstjóra er í skoðun. Hvorki Hulda né lögfræðingur leikskólans hafa viljað tjá sig um málið. Foreldrar barna á leikskólanum hafa beðið borgaryfirvöld um aðstoð við að finna ný daggæslupláss fyrir börnin. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að málinu. „Foreldrar hafa fengið lista yfir dagforeldra með laus pláss þótt þeir séu ekki staðsettir í vesturbænum. Borgin er í góðu sambandi við foreldrana og það er búið að virkja alla daggæslufulltrúana á þjónustumiðstöðunum til að leita að plássum. Einnig er búið að auka heimildir ungbarnaleikskólanna til að taka inn fleiri börn. Einnig er verið að innrita börn á borgarreknu leikskólana sem eru fædd í janúar og febrúar 2012 og þá rýmkar um hjá dagforeldrum sem geta þá bætt við sig börnum,“ segir Bjarni. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag. Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Leikskólinn 101 var ekki opnaður á ný í morgun eins og stefnt hafði verið að. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag. Leikskólanum var lokað fyrir átta dögum þegar rannsókn hófst á meintri vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum í skólanum. Þá voru tveir starfsmenn leystir tímabundið frá störfum vegna málsins. Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi og leikskólastjóri skólans, óskaði eftir samstarfi við barnaverndaryfirvöld og Reykjavíkurborg um að opna leikskólann að nýju og á fundi með foreldrum barna á leikskólanum fyrr í vikunni var tilkynnt að leikskólinn myndi opna á nýjan leik í dag. Gerð var óformleg könnun meðal þeirra foreldra sem voru á fundinum og aðeins einn rétti upp hönd þegar spurt var hversu margir myndu fara með barnið sitt aftur í leikskólann. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Hulda að hún hafi tekið ákvörðun í gær um að opna ekki skólann vegna aðstæðna og á meðan rannsókn stendur yfir. Meira vildi hún ekki tjá sig um málið. Í gær var fjallað um í fréttum að foreldrar barna á leikskólanum hafi óskað eftir skattarannsókn á leikskólanum þar sem hluti foreldra greiði leikskólagjöld inn á persónulegan reikning leikskólastjórans, þrátt fyrir að skólinn hafi sína eigin kennitölu. Ábendingin til skattrannsóknarstjóra er í skoðun. Hvorki Hulda né lögfræðingur leikskólans hafa viljað tjá sig um málið. Foreldrar barna á leikskólanum hafa beðið borgaryfirvöld um aðstoð við að finna ný daggæslupláss fyrir börnin. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að málinu. „Foreldrar hafa fengið lista yfir dagforeldra með laus pláss þótt þeir séu ekki staðsettir í vesturbænum. Borgin er í góðu sambandi við foreldrana og það er búið að virkja alla daggæslufulltrúana á þjónustumiðstöðunum til að leita að plássum. Einnig er búið að auka heimildir ungbarnaleikskólanna til að taka inn fleiri börn. Einnig er verið að innrita börn á borgarreknu leikskólana sem eru fædd í janúar og febrúar 2012 og þá rýmkar um hjá dagforeldrum sem geta þá bætt við sig börnum,“ segir Bjarni. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag.
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira