Leikskóli 101 opnar ekki í dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2013 10:19 Leikskólinn 101 og Hulda Linda Stefánsdóttir eigandi og leikskólastjóri. samsett mynd Leikskólinn 101 var ekki opnaður á ný í morgun eins og stefnt hafði verið að. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag. Leikskólanum var lokað fyrir átta dögum þegar rannsókn hófst á meintri vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum í skólanum. Þá voru tveir starfsmenn leystir tímabundið frá störfum vegna málsins. Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi og leikskólastjóri skólans, óskaði eftir samstarfi við barnaverndaryfirvöld og Reykjavíkurborg um að opna leikskólann að nýju og á fundi með foreldrum barna á leikskólanum fyrr í vikunni var tilkynnt að leikskólinn myndi opna á nýjan leik í dag. Gerð var óformleg könnun meðal þeirra foreldra sem voru á fundinum og aðeins einn rétti upp hönd þegar spurt var hversu margir myndu fara með barnið sitt aftur í leikskólann. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Hulda að hún hafi tekið ákvörðun í gær um að opna ekki skólann vegna aðstæðna og á meðan rannsókn stendur yfir. Meira vildi hún ekki tjá sig um málið. Í gær var fjallað um í fréttum að foreldrar barna á leikskólanum hafi óskað eftir skattarannsókn á leikskólanum þar sem hluti foreldra greiði leikskólagjöld inn á persónulegan reikning leikskólastjórans, þrátt fyrir að skólinn hafi sína eigin kennitölu. Ábendingin til skattrannsóknarstjóra er í skoðun. Hvorki Hulda né lögfræðingur leikskólans hafa viljað tjá sig um málið. Foreldrar barna á leikskólanum hafa beðið borgaryfirvöld um aðstoð við að finna ný daggæslupláss fyrir börnin. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að málinu. „Foreldrar hafa fengið lista yfir dagforeldra með laus pláss þótt þeir séu ekki staðsettir í vesturbænum. Borgin er í góðu sambandi við foreldrana og það er búið að virkja alla daggæslufulltrúana á þjónustumiðstöðunum til að leita að plássum. Einnig er búið að auka heimildir ungbarnaleikskólanna til að taka inn fleiri börn. Einnig er verið að innrita börn á borgarreknu leikskólana sem eru fædd í janúar og febrúar 2012 og þá rýmkar um hjá dagforeldrum sem geta þá bætt við sig börnum,“ segir Bjarni. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Leikskólinn 101 var ekki opnaður á ný í morgun eins og stefnt hafði verið að. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag. Leikskólanum var lokað fyrir átta dögum þegar rannsókn hófst á meintri vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum í skólanum. Þá voru tveir starfsmenn leystir tímabundið frá störfum vegna málsins. Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi og leikskólastjóri skólans, óskaði eftir samstarfi við barnaverndaryfirvöld og Reykjavíkurborg um að opna leikskólann að nýju og á fundi með foreldrum barna á leikskólanum fyrr í vikunni var tilkynnt að leikskólinn myndi opna á nýjan leik í dag. Gerð var óformleg könnun meðal þeirra foreldra sem voru á fundinum og aðeins einn rétti upp hönd þegar spurt var hversu margir myndu fara með barnið sitt aftur í leikskólann. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Hulda að hún hafi tekið ákvörðun í gær um að opna ekki skólann vegna aðstæðna og á meðan rannsókn stendur yfir. Meira vildi hún ekki tjá sig um málið. Í gær var fjallað um í fréttum að foreldrar barna á leikskólanum hafi óskað eftir skattarannsókn á leikskólanum þar sem hluti foreldra greiði leikskólagjöld inn á persónulegan reikning leikskólastjórans, þrátt fyrir að skólinn hafi sína eigin kennitölu. Ábendingin til skattrannsóknarstjóra er í skoðun. Hvorki Hulda né lögfræðingur leikskólans hafa viljað tjá sig um málið. Foreldrar barna á leikskólanum hafa beðið borgaryfirvöld um aðstoð við að finna ný daggæslupláss fyrir börnin. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að málinu. „Foreldrar hafa fengið lista yfir dagforeldra með laus pláss þótt þeir séu ekki staðsettir í vesturbænum. Borgin er í góðu sambandi við foreldrana og það er búið að virkja alla daggæslufulltrúana á þjónustumiðstöðunum til að leita að plássum. Einnig er búið að auka heimildir ungbarnaleikskólanna til að taka inn fleiri börn. Einnig er verið að innrita börn á borgarreknu leikskólana sem eru fædd í janúar og febrúar 2012 og þá rýmkar um hjá dagforeldrum sem geta þá bætt við sig börnum,“ segir Bjarni. Mál leikskólans er á dagskrá hjá borgarráði í dag.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira