"Það er ekkert meira sem hann getur gert mér“ Kristján Hjálmarsson skrifar 29. ágúst 2013 10:05 Guðný Rós er í viðtali við Nýtt líf sem kom út í dag. „Ég er orðin ótrúlega sterk kona í dag og mig langar til að geta lagt þetta að baki mér. Það er ekkert meira sem hann getur gert mér. Hann getur ekki breytt minni upplifun á því sem gerðist,“ segir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir, sem kærði Egil Einarsson og Guðríði Jónsdóttur unnustu hans fyrir nauðgun fyrir tveimur árum, í viðtali við Nýtt líf sem kom út í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðný Rós stígur fram og segir frá sinni upplifun á málinu. „Þó svo að þau hafi ekki verið ákærð, er það mín upplifun að þau hafi nauðgað mér. Það er enginn vafi á því í mínum huga og ég þarf að skila skömminni þangað sem hún á heima.“ Málið, sem fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun á sínum tíma, var rannsakað hjá lögreglunni og svo sent ríkissaksóknara sem fyrirskipaði ítarlegri rannsókn. Að endingu felldi saksóknari málið niður. Egill kærði Guðnýju Rós í kjölfarið fyrir rangar sakargiftir en ríkissaksóknari felldi málið niður. Guðný Rós var stödd í Afríku á þessum tíma. „Ég stóð í stiga þegar var hringt í mig frá Íslandi og mér sagt frá þessu. Ég trúði þessu ekki. Ég öskraði og öskraði og velti því fyrir mér hvort ég hefði virkilega staðið í þessu öllu til einskins. Mér fannst eins og ég hefði verið sigruð í annað sinn,“ segir Guðný Rós í viðtalinu. Í viðtalinu við Nýtt líf, sem Þóra Tómasdóttir ritstjóri blaðsins tekur, segir Guðný Rós frá því hvernig hún kynntist Agli þegar hún og vinkona hennar sóttu um í fjarþjálfun hjá honum. Nokkru seinna hafi hún og vinkona hennar farið í fyrsta sinn út að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Guðríði og þær tekið spjall saman. Guðríður hafi kysst hana og síðan boðið henni í eftirpartý. Hún hafi farið með Agli og Guðríði í leigubíl og endað heima hjá þeim. Þar hafi eitt tekið við af öðru og þegar þau hafi klætt sig úr fötunum hafi hún áttað sig á hvert stefndi. „Mér leið eins og ég væri búin að missa allt vald. Þau voru tvö og ég var ein og ég var búin að reyna að fá hana ofan af þessu. Og svo byrjaði þetta. Ég var leidd inn, hún fór með mig inn á bað og flissaði eitthvað. Hún klæddi sig úr fötunum og síðan upplifði ég að mér hafi bara verið stjórnað,“ segir Guðný Rós í viðtalinu við Nýtt líf. „Þegar atburðurinn sjálfur byrjaði fór ég að gráta. Líkaminn var löngu búinn að slökkva á sér og ég gerði allt sem mér var sagt.“ Í viðtalinu lýsir Guðný Rós mjög ítarlega hennar upplifun af málinu og hvernig henni hafi liðið þegar hún kvaddi Egil og Guðríði. Í kjölfarið hafi hún farið á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana. Guðný Rós segir í viðtalinu að það sé nánast óbærilegt að aðeins önnur hlið málsins hafi komið fram og að það „hafi margfaldað sársauka hennar að lesa rangfærslur um það sem gerðist.“ Fjölmiðlaumræðan hafi hingað til meitt hana, gert hana óörugga og hrædda. Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Rúta rann yfir rangan vegarhelming og út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Sjá meira
„Ég er orðin ótrúlega sterk kona í dag og mig langar til að geta lagt þetta að baki mér. Það er ekkert meira sem hann getur gert mér. Hann getur ekki breytt minni upplifun á því sem gerðist,“ segir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir, sem kærði Egil Einarsson og Guðríði Jónsdóttur unnustu hans fyrir nauðgun fyrir tveimur árum, í viðtali við Nýtt líf sem kom út í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðný Rós stígur fram og segir frá sinni upplifun á málinu. „Þó svo að þau hafi ekki verið ákærð, er það mín upplifun að þau hafi nauðgað mér. Það er enginn vafi á því í mínum huga og ég þarf að skila skömminni þangað sem hún á heima.“ Málið, sem fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun á sínum tíma, var rannsakað hjá lögreglunni og svo sent ríkissaksóknara sem fyrirskipaði ítarlegri rannsókn. Að endingu felldi saksóknari málið niður. Egill kærði Guðnýju Rós í kjölfarið fyrir rangar sakargiftir en ríkissaksóknari felldi málið niður. Guðný Rós var stödd í Afríku á þessum tíma. „Ég stóð í stiga þegar var hringt í mig frá Íslandi og mér sagt frá þessu. Ég trúði þessu ekki. Ég öskraði og öskraði og velti því fyrir mér hvort ég hefði virkilega staðið í þessu öllu til einskins. Mér fannst eins og ég hefði verið sigruð í annað sinn,“ segir Guðný Rós í viðtalinu. Í viðtalinu við Nýtt líf, sem Þóra Tómasdóttir ritstjóri blaðsins tekur, segir Guðný Rós frá því hvernig hún kynntist Agli þegar hún og vinkona hennar sóttu um í fjarþjálfun hjá honum. Nokkru seinna hafi hún og vinkona hennar farið í fyrsta sinn út að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Guðríði og þær tekið spjall saman. Guðríður hafi kysst hana og síðan boðið henni í eftirpartý. Hún hafi farið með Agli og Guðríði í leigubíl og endað heima hjá þeim. Þar hafi eitt tekið við af öðru og þegar þau hafi klætt sig úr fötunum hafi hún áttað sig á hvert stefndi. „Mér leið eins og ég væri búin að missa allt vald. Þau voru tvö og ég var ein og ég var búin að reyna að fá hana ofan af þessu. Og svo byrjaði þetta. Ég var leidd inn, hún fór með mig inn á bað og flissaði eitthvað. Hún klæddi sig úr fötunum og síðan upplifði ég að mér hafi bara verið stjórnað,“ segir Guðný Rós í viðtalinu við Nýtt líf. „Þegar atburðurinn sjálfur byrjaði fór ég að gráta. Líkaminn var löngu búinn að slökkva á sér og ég gerði allt sem mér var sagt.“ Í viðtalinu lýsir Guðný Rós mjög ítarlega hennar upplifun af málinu og hvernig henni hafi liðið þegar hún kvaddi Egil og Guðríði. Í kjölfarið hafi hún farið á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana. Guðný Rós segir í viðtalinu að það sé nánast óbærilegt að aðeins önnur hlið málsins hafi komið fram og að það „hafi margfaldað sársauka hennar að lesa rangfærslur um það sem gerðist.“ Fjölmiðlaumræðan hafi hingað til meitt hana, gert hana óörugga og hrædda.
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Rúta rann yfir rangan vegarhelming og út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Sjá meira