Erlent

Mynd af Pútín í kvennærfatnaði gerð upptæk

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mynd af Pútín og Medvedev í kvennærfatnaði voru gerðar upptækar af lögreglunni í Rússlandi.
Mynd af Pútín og Medvedev í kvennærfatnaði voru gerðar upptækar af lögreglunni í Rússlandi. mynd/365
Lögreglan í Rússlandi gerði áhlaup á listagallerí Í Pétursborg í þeim tilgangi að gera upptækar „móðgandi“ myndir af leiðtogum Rússlands. Meðal mynda sem var gerð upptæk var ein sem var máluð af þeim Vladimir Pútín forseta landsins og forsætisráðherranum Dmitry Medvedev, íklæddum kvennærfatnaði. 

Myndirnar voru gerðar og sýndar í þeim tilgangi að ögra leiðtogum landsins sem eru þekktir fyrir fordóma í garð hinsegin fólks.

Önnur mynd sýndi Vitaly Milonov, sem tók þátt í samningu nýrra laga í Rússlandi um bann við því að talað um samkynhneigð opinberlega, með regnbogafánann málaðan á bak við sig.

Upptaka myndanna fór fram í þessari viku en í næstu viku verður haldinn leiðtogafundur G-20 ríkjanna í Pétursborg, þar sem Pútín og forseti Bandaríkjanna Barack Obama munu báðir mæta.

Listamennirnir sem gerðu myndirnar hafa nú flúið frá Rússlandi og kveðst einn þeirra ætla að sækja um hæli í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×