Fyrirsætan Cara Delevingne mun ekki fara með aðalkvenhlutverkið í kvikmyndinni 50 gráum skuggum sem byggð er á samnefndri skáldsögu eftir E.L. James.
Kom til greina að Cara myndi leika Anastasiu Steele en eftir áheyrnarprufu var henni ekki boðið hlutverkið. Hún gæti hins vegar fengið að leika lítið hlutverk í myndinni.
Nú telja kunnugir að Game of Thrones-stjarnan Emilia Clarke sé líklegust til að túlka Anastasiu en Dakota Johnson, dóttir Don Johnson og Melanie Griffith, kemur líka til greina. Kvikmyndin er væntanlega í kvikmyndahús í ágúst á næsta ári.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.
Bíó og sjónvarp