Íslenski boltinn

Afturelding vann nýkrýnda bikarmeistara Blika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Afturelding vann einn óvæntasta sigur sumarsins í Pepsi-deild kvenna í fótbolta þegar Mosfellskonur sóttu þrjú stig til nýkrýndra bikarmeistara Blika á Kópavogsvellinum í kvöld.

Telma Þrastardóttir tryggði Aftureldingu 2-1 sigur en öll mörkin í leiknum komu í fyrri hálfleiknum. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Mosfellsbæjarliðið í fallbaráttunni en liðið er fyrir vikið sex stigum frá fallsæti.  HK/Víkingur vann FH á sama tíma og neðstu liðin ætla því að bíta frá sér á lokasprettinum.

Tap Breiðabliks þýðir ennfremur að Stjarnan getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val en sá leikur hófst klukkan 19.15.  

Þór/KA, tapliðið í bikarúrslitaleiknum, vann á sama tíma 5-0 stórsigur á botnliði Þróttar þar sem að Thanai Annis og varamaðurinn Katla Ósk Rakelardóttir skoruðu báðar tvö mörk.

Eyjakonur ætla heldur ekki að gefa neitt eftir í baráttunni um annað sætið og komust upp að hlið Blikum með 3-0 heimasigri á Selfossi.

Markaskorarar í leikjunum eru meðal annars fengir af vefsíðunni úrslit.net.

Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:

Breiðablik - Afturelding    1-2     

0-1 Kristín Tryggvadóttir (12.), 1-1 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (13.), 1-2 Telma Þrastardóttir (33.)

ÍBV - Selfoss    3-0  

1-0 Bryndís Jóhannesdóttir (4.), 2-0 Þórhildur Ólafsdóttir (11.), 3-0 Shaneka Gordon (33.)

     

Þór/KA - Þróttur R.    4-0      

1-0 Thanai Annis (2.), 2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (41.), 3-0 Thanai Annis (54.), 4-0 Katla Ósk Rakelardóttir (73.), 5-0 Katla Ósk Rakelardóttir (86.)

 

FH - HK/Víkingur    1-2 

0-1 Berglind Bjarnadóttir (57.), 1-1 Sigrún Ella Einarsdóttir (71.), 1-2 Hugrún María Friðriksdóttir (89.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×