SUS vill að Eygló og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á pólitískum ofsóknum Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2013 12:00 Davíð Þorláksson formaður SUS, Sigurður Ingi Jónsson og Eygló Harðardóttir. Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Þau hafi með atkvæði sínu tekið þátt í pólitískum ofsóknum. Samband ungra Sjálfstæðismanna sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem minnt er á ályktun ungra Sjálfstæðismanna frá því í apríl í fyrra þar sem segir að þeir þingmenn sem tóku þátt í að ákæra Geir H. Haarde á sínum tíma hafi tekið þátt í alvarlegri atlögu að mannréttindum og réttarríkinu og Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að taka þátt í ríkisstjórn með þingmönnum sem það gerðu. Síðan þá hafi Landsdómur sýknað Geir af öllum veigamestu ákæruliðunum. Davíð Þorláksson formaður SUS vill að þessir ráðherrar biðjist afsökunar á þátttöku sinni í ákærunni. „Þessir tveir ráðherrar, Eygló og Sigurður, eru einu ráðherrarnir í ríkisstjórninni sem greiddu atkvæði með ákærunum á hendur Geir Haarde. Og ég held að reynslan hafi sýnt og það er niðurstaða Landsdóms og Mannréttindanefndar Evrópu að þetta hafi verið mjög misráðin hugmynd og þau hafi þarna verið að taka þátt í pólitískum ofsóknum gegn Geir Haarde,“ segir Davíð. Það sé óeðlilegt að Eygló og Sigurður Ingi sitji í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að biðjast afsökunar á þessari framgöngu sinni. „Og lýsi því yfir að það hafi verið mistök að greiða atkvæði með þessum ákærum,“ segir Davíð. En hvað fæst með slíkri yfirlýsingu. Hún breytir ekki þeirra gjörðum? „Nei, það er svosem ekki hægt að breyta þeim. Þetta er búið og gert en það væri þá alla vega vísbending um hvaða fólk þau hafa að geyma, þau telji ekki eðlilegt að hafa tekið þátt í þessu. Það væri þá vísbending um að þau sæju að sér og bæðust afsökunar. Þetta sé fólk sem hægt sé að vinna með og hægt sé að treysta á,“ segir Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Landsdómur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Þau hafi með atkvæði sínu tekið þátt í pólitískum ofsóknum. Samband ungra Sjálfstæðismanna sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem minnt er á ályktun ungra Sjálfstæðismanna frá því í apríl í fyrra þar sem segir að þeir þingmenn sem tóku þátt í að ákæra Geir H. Haarde á sínum tíma hafi tekið þátt í alvarlegri atlögu að mannréttindum og réttarríkinu og Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að taka þátt í ríkisstjórn með þingmönnum sem það gerðu. Síðan þá hafi Landsdómur sýknað Geir af öllum veigamestu ákæruliðunum. Davíð Þorláksson formaður SUS vill að þessir ráðherrar biðjist afsökunar á þátttöku sinni í ákærunni. „Þessir tveir ráðherrar, Eygló og Sigurður, eru einu ráðherrarnir í ríkisstjórninni sem greiddu atkvæði með ákærunum á hendur Geir Haarde. Og ég held að reynslan hafi sýnt og það er niðurstaða Landsdóms og Mannréttindanefndar Evrópu að þetta hafi verið mjög misráðin hugmynd og þau hafi þarna verið að taka þátt í pólitískum ofsóknum gegn Geir Haarde,“ segir Davíð. Það sé óeðlilegt að Eygló og Sigurður Ingi sitji í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að biðjast afsökunar á þessari framgöngu sinni. „Og lýsi því yfir að það hafi verið mistök að greiða atkvæði með þessum ákærum,“ segir Davíð. En hvað fæst með slíkri yfirlýsingu. Hún breytir ekki þeirra gjörðum? „Nei, það er svosem ekki hægt að breyta þeim. Þetta er búið og gert en það væri þá alla vega vísbending um hvaða fólk þau hafa að geyma, þau telji ekki eðlilegt að hafa tekið þátt í þessu. Það væri þá vísbending um að þau sæju að sér og bæðust afsökunar. Þetta sé fólk sem hægt sé að vinna með og hægt sé að treysta á,“ segir Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna.
Landsdómur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent