Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Stefán Árni Pálsson skrifar 25. ágúst 2013 22:31 Katrín Jónsdóttir og Þorvaldur Makan Mynd / facebook.com Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, að birta bréfið opinberlega. Þorvaldur hefur verið náinn landsliðinu undanfarin ár en hann er eiginmaður Katrínar Jónsdóttur landsliðsfyrirliða undanfarinna ára en hún hefur nú lagt landsliðsskóna á hilluna Það er hans álit að þær eigi að birta bréfið ef þær telja það hag sínum, liðsins, KSÍ og Sigurði Ragnari fyrir bestu. Hér að neðan má sjá pistilinn hjá Þorvaldi en umfjöllun Fréttablaðsins frá því á laugardag má sjá hér:Undanfarna daga hefur þótt athyglisvert að lesa greinar og komment fólks um málefni leikmanna íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Flest kommentin eru skrifuð af miklu þekkingarleysi og eru mörg hver vægast sagt dónaleg.Staðreynd málsins eins og ég þekki það, en þekki ég ekki alla söguna enda bara giftur fyrrverandi fyrirliða liðsins, er að fjórir leikmenn skrifuðu bréf til þjálfara liðsins og tjáðu honum óánægju/vanlíðan sína. Ásamt þessum fjórum leikmönnum voru fleiri leikmenn sem studdu skrifin en vildu halda nafnleynd. Samkvæmt því sem komið er fram; kröfðust þær ekki afsagnar Sigurðar Ragnars (En samkv Sigurði hafði bréfið engin áhrif á ákvörðun hans um að halda ekki áfram með liðið), né var reynt að hafa áhrif á ákvörðun KSÍ um val á landsliðsþjálfara, og hvað þá að þær krefðust aukins spilatíma. Ég hygg að með bréfinu hafi þær fyrst og fremst verið að koma skoðunum til þjálfara, skoðunum sem hafa verið ræddar áður við hann, og stjórnar KSÍ. Það er ekkert óeðlilegt við þær hafi sent bréfið, þó einhverjir segji að svona eigi að fara fram í munnlega, þá hafa samskipti hópsins í gegnum tíðina oft verið skrifleg.Eftir að hafa lesið dylgjur í garð þessarra fjögurra leikmanna og Eddu Garðarsdóttur sem kom á engan hátt nálægt bréfaskriftunum þar sem þær hafa mátt þola allt að því mannorðsmorð í fjölmiðlum og kommentakerfum landsins þá skora ég á þær að birta bréfið ef þær telja það hag sínum, liðsins, KSÍ og Sigurði Ragnari fyrir bestu. Líklega hafa þær þagað þunnu hljóði um þetta mál enda hefur liðið ávallt leyst sín mál innan hóps og sett hópinn/liðið fram yfir eigin hagsmuni. Ég skil þær samt vel ef þær geta ekki setið á sér lengur þó það komi verr út fyrir aðra en þær sjálfar. Ég hygg þó að það komi verst út fyrir þá sem hafa tjáð sig um málið á kommenta kerfum landsins eins og þeir viti allt um það, þá miðla sem hafa tekið beint upp ósannindi í illa skrifaðri grein blaðamanns Fréttablaðsins og svo auðvitað blaðamanninn sjálfan sem ég mun í hið minnsta eiga erfitt með að taka mark á í framtíðinni ef þetta eru vinnubrögð sem hann temur sér.Mér finnst mjög merkilegt að lesa komment hjá fólki sem kennir sig við fullan þroska og heilbrigði, fólki sem tjáir sig opinberlega um þessa leikmenn á eftirfarandi hátt;“pissudúkkur, drullukunta, hvað eru kellingar að vasast í fótbolta, agalausar, séu til háborinnar skammar, vantar þroska, frekjur, ættu að hætta í landsliðinu, gamlar dollur, eitruð peð, KSÍ eigi að setja þessar konur í bann, hrokagikkir, rasshausar, dramadrottningar, frekjur, eitruð epli, lesbíur, egóistar, það sé bara einn sem ræður “ ofl, ofl...Án þess að eyða frekari orðum í dónalegu kommentin þá langaði mig að staldra við það síðasta “það er bara einn sem ræður”. Það er nefnilega ekki þannig í fótboltaliðum frekar en í öðrum fyrirtækjum að bara einn ráði, við erum nú komin töluvert lengra í þróununni en að kenna okkur við ein- og harðræði. Vissulega er þjálfari/forstjóri höfuð hópsins útá við en allstaðar þar sem ég hef starfað og spilað í gegnum tíðina hafa verið skoðanaskipti um aðferðir til árangurs. Skoðanir eru einmitt ræddar innan hóps, ákvarðanir teknar og svo siglir liðsheildin í sömu átt og leggur sig 100% fram, þó ekki séu allir sammála um að það sé nkl rétta leiðin. Kvennalandsliðið er engin undantekning á þessu og hygg ég að bréfið hafi einmitt verið ein leið til þess að tjá skoðun sína á innri málefnum liðsins sem áttu ekkert erindi í fjölmiðla.Með engu er ég að gera lítið úr hlutverki Sigurðar Ragnars enda vita allir vita að hann er afar fær þjálfari sem hefur náð góðum árangri með liðið og það verður aldrei tekið af honum. Árangurinn er þó ekki honum einum að þakka, KSÍ hefur stutt myndarlega við liðið með auknum æfingjaleikjum ásamt því að tilnefna hóp úrvalsfólks í kringum liðið, sjúkraþjálfara, búningastjóra, nuddara, landsliðsnefnd, farastjóra, markmannaþjálfara, aðstoðarþjálfara ofl. Leikmenn eiga líka mikinn þátt, ekki bara þeir leikmenn sem mynda 11 manna byrjunarlið heldur allir leikmenn liðsins sem hafa komið að verkefnunum undanfarin ár. Leikmenn sem margir hverjir hafa fært miklar fórnir fyrir liðið til þess að gera hag kvennaknattspyrnurnar og liðsins sem mestann.Ég hef í gegnum árin stutt íslenska kvennalandsliðið í fótbolta, íslenska karlalandsliðið og íslenskt keppnisfólk ef því er að skipta og verið stolltur af því. Áfram mun ég styðja stelpurnar okkar og þann þjálfara sem stjórn KSÍ ræður í verkið.Áfram Ísland. Íslenski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, að birta bréfið opinberlega. Þorvaldur hefur verið náinn landsliðinu undanfarin ár en hann er eiginmaður Katrínar Jónsdóttur landsliðsfyrirliða undanfarinna ára en hún hefur nú lagt landsliðsskóna á hilluna Það er hans álit að þær eigi að birta bréfið ef þær telja það hag sínum, liðsins, KSÍ og Sigurði Ragnari fyrir bestu. Hér að neðan má sjá pistilinn hjá Þorvaldi en umfjöllun Fréttablaðsins frá því á laugardag má sjá hér:Undanfarna daga hefur þótt athyglisvert að lesa greinar og komment fólks um málefni leikmanna íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Flest kommentin eru skrifuð af miklu þekkingarleysi og eru mörg hver vægast sagt dónaleg.Staðreynd málsins eins og ég þekki það, en þekki ég ekki alla söguna enda bara giftur fyrrverandi fyrirliða liðsins, er að fjórir leikmenn skrifuðu bréf til þjálfara liðsins og tjáðu honum óánægju/vanlíðan sína. Ásamt þessum fjórum leikmönnum voru fleiri leikmenn sem studdu skrifin en vildu halda nafnleynd. Samkvæmt því sem komið er fram; kröfðust þær ekki afsagnar Sigurðar Ragnars (En samkv Sigurði hafði bréfið engin áhrif á ákvörðun hans um að halda ekki áfram með liðið), né var reynt að hafa áhrif á ákvörðun KSÍ um val á landsliðsþjálfara, og hvað þá að þær krefðust aukins spilatíma. Ég hygg að með bréfinu hafi þær fyrst og fremst verið að koma skoðunum til þjálfara, skoðunum sem hafa verið ræddar áður við hann, og stjórnar KSÍ. Það er ekkert óeðlilegt við þær hafi sent bréfið, þó einhverjir segji að svona eigi að fara fram í munnlega, þá hafa samskipti hópsins í gegnum tíðina oft verið skrifleg.Eftir að hafa lesið dylgjur í garð þessarra fjögurra leikmanna og Eddu Garðarsdóttur sem kom á engan hátt nálægt bréfaskriftunum þar sem þær hafa mátt þola allt að því mannorðsmorð í fjölmiðlum og kommentakerfum landsins þá skora ég á þær að birta bréfið ef þær telja það hag sínum, liðsins, KSÍ og Sigurði Ragnari fyrir bestu. Líklega hafa þær þagað þunnu hljóði um þetta mál enda hefur liðið ávallt leyst sín mál innan hóps og sett hópinn/liðið fram yfir eigin hagsmuni. Ég skil þær samt vel ef þær geta ekki setið á sér lengur þó það komi verr út fyrir aðra en þær sjálfar. Ég hygg þó að það komi verst út fyrir þá sem hafa tjáð sig um málið á kommenta kerfum landsins eins og þeir viti allt um það, þá miðla sem hafa tekið beint upp ósannindi í illa skrifaðri grein blaðamanns Fréttablaðsins og svo auðvitað blaðamanninn sjálfan sem ég mun í hið minnsta eiga erfitt með að taka mark á í framtíðinni ef þetta eru vinnubrögð sem hann temur sér.Mér finnst mjög merkilegt að lesa komment hjá fólki sem kennir sig við fullan þroska og heilbrigði, fólki sem tjáir sig opinberlega um þessa leikmenn á eftirfarandi hátt;“pissudúkkur, drullukunta, hvað eru kellingar að vasast í fótbolta, agalausar, séu til háborinnar skammar, vantar þroska, frekjur, ættu að hætta í landsliðinu, gamlar dollur, eitruð peð, KSÍ eigi að setja þessar konur í bann, hrokagikkir, rasshausar, dramadrottningar, frekjur, eitruð epli, lesbíur, egóistar, það sé bara einn sem ræður “ ofl, ofl...Án þess að eyða frekari orðum í dónalegu kommentin þá langaði mig að staldra við það síðasta “það er bara einn sem ræður”. Það er nefnilega ekki þannig í fótboltaliðum frekar en í öðrum fyrirtækjum að bara einn ráði, við erum nú komin töluvert lengra í þróununni en að kenna okkur við ein- og harðræði. Vissulega er þjálfari/forstjóri höfuð hópsins útá við en allstaðar þar sem ég hef starfað og spilað í gegnum tíðina hafa verið skoðanaskipti um aðferðir til árangurs. Skoðanir eru einmitt ræddar innan hóps, ákvarðanir teknar og svo siglir liðsheildin í sömu átt og leggur sig 100% fram, þó ekki séu allir sammála um að það sé nkl rétta leiðin. Kvennalandsliðið er engin undantekning á þessu og hygg ég að bréfið hafi einmitt verið ein leið til þess að tjá skoðun sína á innri málefnum liðsins sem áttu ekkert erindi í fjölmiðla.Með engu er ég að gera lítið úr hlutverki Sigurðar Ragnars enda vita allir vita að hann er afar fær þjálfari sem hefur náð góðum árangri með liðið og það verður aldrei tekið af honum. Árangurinn er þó ekki honum einum að þakka, KSÍ hefur stutt myndarlega við liðið með auknum æfingjaleikjum ásamt því að tilnefna hóp úrvalsfólks í kringum liðið, sjúkraþjálfara, búningastjóra, nuddara, landsliðsnefnd, farastjóra, markmannaþjálfara, aðstoðarþjálfara ofl. Leikmenn eiga líka mikinn þátt, ekki bara þeir leikmenn sem mynda 11 manna byrjunarlið heldur allir leikmenn liðsins sem hafa komið að verkefnunum undanfarin ár. Leikmenn sem margir hverjir hafa fært miklar fórnir fyrir liðið til þess að gera hag kvennaknattspyrnurnar og liðsins sem mestann.Ég hef í gegnum árin stutt íslenska kvennalandsliðið í fótbolta, íslenska karlalandsliðið og íslenskt keppnisfólk ef því er að skipta og verið stolltur af því. Áfram mun ég styðja stelpurnar okkar og þann þjálfara sem stjórn KSÍ ræður í verkið.Áfram Ísland.
Íslenski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira