Sport

Tyson: Ég er alkahólisti við dauðans dyr

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hnefaleikakappinn Mike Tyson hefur viðurkennt að hann hafi logið því undanfarin ár að hann sé edrú. Þess í stað segist heimsmeistarinn fyrrverandi vera við dauðans dyr eftir misnotkun á áfengi og öðrum vímuefnum.

„Ég er slæmur gaur stundum,“ sagði Tyson á blaðamannafundi í New York um helgina. „Ég hef gert margt slæmt og vil vera fyrirgefið. Ég vil breyta lífi mínu, ég vil lifa breyttu lífi. Ég vil lifa edrú.

„Ég vil ekki deyja. Ég er við dauðans dyr af því að ég er forfallinn alkahólisti,“ sagði Tyson sem bætti svo við að hann hafi ekki notað áfengi eða eiturlyf í sex daga sem hann sagði vera kraftaverk.

„Ég hef logið að öllum þeim sem héldu að ég væri edrú en ekki núna. Þetta er sjötti dagurinn minn. Ég mun aldrei falla aftur,“ sagði Tyson sem hefur þrisvar farið í meðferð.

Hann viðurkenndi einnig að hann hafi íhugað sjálfsvíg og tekið inn of stóra skammta af eiturlyfjum skömmu áður en fjögurra ára dóttir hans, Exodus, dó í maí 2009.

„Ég hélt ég yrði ekki hér mikið lengur. Ég ætlaði að drepa mig. Ég tók of stóra skammta á hverju kvöldi og trúði því ekki að ég vaknaði alltaf aftur.

„Ég varð að breyta lífi mínu. Þetta hefur verið algjört helvíti en ég er ánægður að vera á lífi.“

Myndband af blaðamannafundi Mike Tyson má sjá hér efst í fréttinni.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×