Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2013 18:45 Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi. Myndir/Baldur Hrafnkell. Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. Framkvæmdir hófust fyrir aðeins sextán mánuðum á vegum norska félagsins Stolt Sea Farm og vinna um áttatíu manns að smíðinni. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfesting sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun og hleypur á nokkrum milljörðum króna. En það er hins vegar koma þessara kerja frá útlöndum sem markar upphaf sjálfs fiskeldisins. „Það gerðist í dag að við fengum fyrstu seiðin í hús. Þetta eru svona tímamót að vissu marki því það sem gerst hefur á undan eru fyrst og fremst framkvæmdir," segir Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Senegal-flúran kann best við sig í hlýjum sjó og finnst einkum við strendur Afríku og allt norður til Frakklands. Seiðin koma hingað örsmá, um einn og hálfur sentímetri á lengd, og þriðjungur úr grammi, en hér er ætlunin að láta þau þúsundfalda þyngd sína á einu ári og gera þau að einum verðmætasta eldisfiski heims.Seiði Senegal-flúrunnar komin í eldiskerin á Reykjanesi í dag. Þau eru aðeins um 1,5 sentímetrar að lengd og 0,35 grömm að þyngd. Í sláturstærð eftir eitt ár verða þetta 350-400 gramma fiskar.Starfsmenn við eldið eru orðnir tuttugu talsins en þeim á eftir að fjölga upp í áttatíu. Páll Þorbjörnsson eldisstjóri segir þetta verða stærstu eldisstöð á Íslandi á landi og þetta sé því mikil áskorun fyrir starfsmennina og alla þá sem koma að þessu verkefni að láta það ganga upp. Aðeins þriðjungur væntanlegra bygginga er risinn en fiskeldiskerin verða öll undir þaki, samtals á 75 þúsund fermetrum, sem er fjórfalt stærra en Bauhaus-byggingin í Reykjavík, enda segir Halldór framkvæmdastjóri að í fiskeldi á landi sé þetta eitt stærsta verkefni í heiminum. Samstarf við HS Orku er forsenda fiskeldisins, en stöðin nýtir heitt affallsvatn frá Reykjanesvirkjun til að ná fram kjörhita fyrir þennan útlenda hlýsjávarfisk. Nánar er fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. Framkvæmdir hófust fyrir aðeins sextán mánuðum á vegum norska félagsins Stolt Sea Farm og vinna um áttatíu manns að smíðinni. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfesting sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun og hleypur á nokkrum milljörðum króna. En það er hins vegar koma þessara kerja frá útlöndum sem markar upphaf sjálfs fiskeldisins. „Það gerðist í dag að við fengum fyrstu seiðin í hús. Þetta eru svona tímamót að vissu marki því það sem gerst hefur á undan eru fyrst og fremst framkvæmdir," segir Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Senegal-flúran kann best við sig í hlýjum sjó og finnst einkum við strendur Afríku og allt norður til Frakklands. Seiðin koma hingað örsmá, um einn og hálfur sentímetri á lengd, og þriðjungur úr grammi, en hér er ætlunin að láta þau þúsundfalda þyngd sína á einu ári og gera þau að einum verðmætasta eldisfiski heims.Seiði Senegal-flúrunnar komin í eldiskerin á Reykjanesi í dag. Þau eru aðeins um 1,5 sentímetrar að lengd og 0,35 grömm að þyngd. Í sláturstærð eftir eitt ár verða þetta 350-400 gramma fiskar.Starfsmenn við eldið eru orðnir tuttugu talsins en þeim á eftir að fjölga upp í áttatíu. Páll Þorbjörnsson eldisstjóri segir þetta verða stærstu eldisstöð á Íslandi á landi og þetta sé því mikil áskorun fyrir starfsmennina og alla þá sem koma að þessu verkefni að láta það ganga upp. Aðeins þriðjungur væntanlegra bygginga er risinn en fiskeldiskerin verða öll undir þaki, samtals á 75 þúsund fermetrum, sem er fjórfalt stærra en Bauhaus-byggingin í Reykjavík, enda segir Halldór framkvæmdastjóri að í fiskeldi á landi sé þetta eitt stærsta verkefni í heiminum. Samstarf við HS Orku er forsenda fiskeldisins, en stöðin nýtir heitt affallsvatn frá Reykjanesvirkjun til að ná fram kjörhita fyrir þennan útlenda hlýsjávarfisk. Nánar er fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira