Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2013 18:45 Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi. Myndir/Baldur Hrafnkell. Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. Framkvæmdir hófust fyrir aðeins sextán mánuðum á vegum norska félagsins Stolt Sea Farm og vinna um áttatíu manns að smíðinni. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfesting sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun og hleypur á nokkrum milljörðum króna. En það er hins vegar koma þessara kerja frá útlöndum sem markar upphaf sjálfs fiskeldisins. „Það gerðist í dag að við fengum fyrstu seiðin í hús. Þetta eru svona tímamót að vissu marki því það sem gerst hefur á undan eru fyrst og fremst framkvæmdir," segir Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Senegal-flúran kann best við sig í hlýjum sjó og finnst einkum við strendur Afríku og allt norður til Frakklands. Seiðin koma hingað örsmá, um einn og hálfur sentímetri á lengd, og þriðjungur úr grammi, en hér er ætlunin að láta þau þúsundfalda þyngd sína á einu ári og gera þau að einum verðmætasta eldisfiski heims.Seiði Senegal-flúrunnar komin í eldiskerin á Reykjanesi í dag. Þau eru aðeins um 1,5 sentímetrar að lengd og 0,35 grömm að þyngd. Í sláturstærð eftir eitt ár verða þetta 350-400 gramma fiskar.Starfsmenn við eldið eru orðnir tuttugu talsins en þeim á eftir að fjölga upp í áttatíu. Páll Þorbjörnsson eldisstjóri segir þetta verða stærstu eldisstöð á Íslandi á landi og þetta sé því mikil áskorun fyrir starfsmennina og alla þá sem koma að þessu verkefni að láta það ganga upp. Aðeins þriðjungur væntanlegra bygginga er risinn en fiskeldiskerin verða öll undir þaki, samtals á 75 þúsund fermetrum, sem er fjórfalt stærra en Bauhaus-byggingin í Reykjavík, enda segir Halldór framkvæmdastjóri að í fiskeldi á landi sé þetta eitt stærsta verkefni í heiminum. Samstarf við HS Orku er forsenda fiskeldisins, en stöðin nýtir heitt affallsvatn frá Reykjanesvirkjun til að ná fram kjörhita fyrir þennan útlenda hlýsjávarfisk. Nánar er fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2. Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. Framkvæmdir hófust fyrir aðeins sextán mánuðum á vegum norska félagsins Stolt Sea Farm og vinna um áttatíu manns að smíðinni. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfesting sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun og hleypur á nokkrum milljörðum króna. En það er hins vegar koma þessara kerja frá útlöndum sem markar upphaf sjálfs fiskeldisins. „Það gerðist í dag að við fengum fyrstu seiðin í hús. Þetta eru svona tímamót að vissu marki því það sem gerst hefur á undan eru fyrst og fremst framkvæmdir," segir Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Senegal-flúran kann best við sig í hlýjum sjó og finnst einkum við strendur Afríku og allt norður til Frakklands. Seiðin koma hingað örsmá, um einn og hálfur sentímetri á lengd, og þriðjungur úr grammi, en hér er ætlunin að láta þau þúsundfalda þyngd sína á einu ári og gera þau að einum verðmætasta eldisfiski heims.Seiði Senegal-flúrunnar komin í eldiskerin á Reykjanesi í dag. Þau eru aðeins um 1,5 sentímetrar að lengd og 0,35 grömm að þyngd. Í sláturstærð eftir eitt ár verða þetta 350-400 gramma fiskar.Starfsmenn við eldið eru orðnir tuttugu talsins en þeim á eftir að fjölga upp í áttatíu. Páll Þorbjörnsson eldisstjóri segir þetta verða stærstu eldisstöð á Íslandi á landi og þetta sé því mikil áskorun fyrir starfsmennina og alla þá sem koma að þessu verkefni að láta það ganga upp. Aðeins þriðjungur væntanlegra bygginga er risinn en fiskeldiskerin verða öll undir þaki, samtals á 75 þúsund fermetrum, sem er fjórfalt stærra en Bauhaus-byggingin í Reykjavík, enda segir Halldór framkvæmdastjóri að í fiskeldi á landi sé þetta eitt stærsta verkefni í heiminum. Samstarf við HS Orku er forsenda fiskeldisins, en stöðin nýtir heitt affallsvatn frá Reykjanesvirkjun til að ná fram kjörhita fyrir þennan útlenda hlýsjávarfisk. Nánar er fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira