Handbolti

Íris Björk í samdi við Gróttu til tveggja ára

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íris Björk Símonardóttir handsalar samninginn við Davíð Scheving gjaldkera handknattleiksdeildar Gróttu
Íris Björk Símonardóttir handsalar samninginn við Davíð Scheving gjaldkera handknattleiksdeildar Gróttu Mynd/Aðsend
Íris Björk Símonardóttir leikur með kvennaliði Gróttu í handbolta næstu tvö árin. Íris hefur skrifað undir samning við Seltirninga.

Íris Björk er uppalin hjá Gróttu en skipti yfir í raðir Fram fyrir tímabilið 2009-2010 og varð bikarmeistari með liðinu. Íris Björk hefur búið í Svíþjóð undanfarin ár en er nú flutt aftur til landsins.

Í fréttatilkynningu frá Gróttu segir að hún sé mikill hvalreki fyrir félagið enda afburða markvörður og frábær karakter.

„Íris Björk er þrátt fyrir ungan aldur gríðarlega reynslumikil. Hún hefur leikið 59 landsleiki fyrir Íslands hönd auk fjölmargra unglingalandsliðsleikja. Íris kom í stutta heimsókn til landsins á vormánuðum og lék þá nokkra leiki í forföllum Heiðu Ingólfsdóttur sem var í barnsburðarleyfi. Á þeim stutta tíma komst liðið í undanúrslit í bikarkeppninni og í úrslitakeppnina í N1-deildinni," segir í tilkynningu Gróttunnar.

Íris segir frábært að vera komin heim á Seltjarnarnes.

„ Mér líst gríðarvel á allt utanumhald hjá félaginu, frábær þjálfari og vinkonur mínar eru hérna. Vonandi mun ég geta lagt lóð á vogarskálarnar með að liðið stígi næsta skref í baráttunni"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×