Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Breiðablik 2-2 | Frábær endurkoma Skagamanna Stefán Árni Pálsson á Akranesi skrifar 22. ágúst 2013 07:37 Skagamenn og Blikar gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum í kvöld. Blikar gerðu tvö fyrstu mörk leiksins en Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin undir lok leiksins. Leikurinn hófst nokkuð rólega en aðstæður höfðu mikið að segja á Norðurálsvellinum. Mikill vindur var upp á Skipaskaga í kvöld og það sást vel á spilamennsku liðanna. Blikar voru örlítið sterkari til að byrja með en Skagamenn aldrei langt undan. Liðin skiptust á að fá hálffæri sem lítið varð úr. Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn ÍA en skot hann beint á Pál Gísla Jónsson í markinu hjá ÍA. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum en Ellert Hreinsson kom inn á sem varamaður fyrir Blika. Hann var ekki lengi að láta ljós sitt skína og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleiknum. Blikar létu ekki þar við sitja og héldum áfram að pressa á heimamenn. Mark númer tvö gerði síðan Sverrir Ingi Ingason með skalla eftir frábæra hornspyrnu frá Kristni Jónssyni á 65. mínútu. Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn korteri fyrir leikslok þegar Eggert Kári Karlsson skallaði boltann í markið. Umdeild mark en Blikar vildu meina að boltinn hefði aldrei farið inn fyrir marklínuna. Rétt fyrir lok leiksins kom Hafþór Ægir Vilhjálmsson inná völlinn sem varamaður fyrir Skagamenn en hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn þegar hann náði að jafna metin tveim mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Skagamenn með ótrúlega mikilvægt stig í botnbaráttunni en Blikar tapa dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Kári: Bónus fyrir mig að ná í stig gegn Blikum „Við erum mjög sáttir með að hafa náð í stig hér eftir að lenda tveimur mörkum undir,“ sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Á móti svona góðu liði eins og Breiðablik sem heldur boltanum vel þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Það getur vel verið að þetta stig verði okkur dýrmætt undir lok leiktíðar. Það er bara aukabónus fyrir mig að fá stig gegn Blikum.“ Ellert Hreinsson gerði fyrsta mark leiksins en varnarleikur Skagamann í aðdraganda marksins var til skammar. „Það fór bara enginn í manninn. Hann fékk að vaða upp völlinn og skjóta alveg óáreitur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Ekki búið fyrr en dómarinn flautar af„Ég veit ekkert hvort þetta eru tvö töpuð stig eða ekki, það kemur bara í ljós þegar þau verða talin í lokin,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Í stöðunni 2-0 þá missum við leikinn niður í jafntefli og það er einfaldlega ekkert í hendi fyrr enn dómarinn hefur flautað leikinn af.“ „Ég er sáttur við það hvernig við spiluðum leikinn, en ekki sáttur við úrslitin. Við byrjuðum vel í síðari hálfleiknum og gerðum nægilega mikið til þess að vinna leikinn, það bara gekk ekki upp í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Skagamenn og Blikar gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum í kvöld. Blikar gerðu tvö fyrstu mörk leiksins en Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin undir lok leiksins. Leikurinn hófst nokkuð rólega en aðstæður höfðu mikið að segja á Norðurálsvellinum. Mikill vindur var upp á Skipaskaga í kvöld og það sást vel á spilamennsku liðanna. Blikar voru örlítið sterkari til að byrja með en Skagamenn aldrei langt undan. Liðin skiptust á að fá hálffæri sem lítið varð úr. Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn ÍA en skot hann beint á Pál Gísla Jónsson í markinu hjá ÍA. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum en Ellert Hreinsson kom inn á sem varamaður fyrir Blika. Hann var ekki lengi að láta ljós sitt skína og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleiknum. Blikar létu ekki þar við sitja og héldum áfram að pressa á heimamenn. Mark númer tvö gerði síðan Sverrir Ingi Ingason með skalla eftir frábæra hornspyrnu frá Kristni Jónssyni á 65. mínútu. Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn korteri fyrir leikslok þegar Eggert Kári Karlsson skallaði boltann í markið. Umdeild mark en Blikar vildu meina að boltinn hefði aldrei farið inn fyrir marklínuna. Rétt fyrir lok leiksins kom Hafþór Ægir Vilhjálmsson inná völlinn sem varamaður fyrir Skagamenn en hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn þegar hann náði að jafna metin tveim mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Skagamenn með ótrúlega mikilvægt stig í botnbaráttunni en Blikar tapa dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Kári: Bónus fyrir mig að ná í stig gegn Blikum „Við erum mjög sáttir með að hafa náð í stig hér eftir að lenda tveimur mörkum undir,“ sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Á móti svona góðu liði eins og Breiðablik sem heldur boltanum vel þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Það getur vel verið að þetta stig verði okkur dýrmætt undir lok leiktíðar. Það er bara aukabónus fyrir mig að fá stig gegn Blikum.“ Ellert Hreinsson gerði fyrsta mark leiksins en varnarleikur Skagamann í aðdraganda marksins var til skammar. „Það fór bara enginn í manninn. Hann fékk að vaða upp völlinn og skjóta alveg óáreitur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Ekki búið fyrr en dómarinn flautar af„Ég veit ekkert hvort þetta eru tvö töpuð stig eða ekki, það kemur bara í ljós þegar þau verða talin í lokin,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Í stöðunni 2-0 þá missum við leikinn niður í jafntefli og það er einfaldlega ekkert í hendi fyrr enn dómarinn hefur flautað leikinn af.“ „Ég er sáttur við það hvernig við spiluðum leikinn, en ekki sáttur við úrslitin. Við byrjuðum vel í síðari hálfleiknum og gerðum nægilega mikið til þess að vinna leikinn, það bara gekk ekki upp í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti