Stjórnendur 101 hafna öllum ásökunum Kristján Hjálmarsson skrifar 21. ágúst 2013 09:02 Leikskólinn er ungbarnaleikskóli þar sem dvelur 31 barn samkvæmt upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar. Börnin eru frá 9 mánaða til eins og hálfs árs gömul. Mynd/Getty Stjórnendur leikskólans 101 hafna alfarið þeim ásökunum sem á þá er borið í yfirlýsingu sem þeir hafa sent frá sér. Þar segjast þeir fagna því að málið sé rannsakað og að sú rannsókn muni leiða það sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, eigi ekki að líðast.Eins og fram kom á Vísi í gær rannsakar Barnaverndarnefnd Reykjavíkur nú hvort starfsmenn leikskólans 101 hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum hafi sýnt barnaverndarnefnd myndbönd í gærmorgun og tilkynnt málið formlega. Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur hafi í kjölfarið hringt í foreldra leikskólabarna og greint þeim frá rannsókninni. Sumarstarfsmennirnir halda því fram að fleiri en einn starfsmaður hafi beitt börnin líkamlegu harðræði eins og rassskellingum. Börnum hafi verið refsað með því að halda frá þeim mat og þá hafi börn verið lokuð af. Starfsmenn barnaverndar Reykjavíkur skoðuðu myndböndin í gær og ákváðu að taka málið til rannsóknar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Vegna fréttaflutnings tengdum Leikskólanum 101 og meintu harðræði sem þar hafi átt sér stað vilja stjórnendur hans taka eftirfarandi fram: Eðli málsins samkvæmt þá er hér um að ræða afar alvarlegar ásakanir. Stjórnendur leikskólans hafna þeim alfarið og fagna því að málið sé rannsakað, enda muni rannsókn leiða hið sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, á ekki að líðast. Það er skylda barnaverndaryfirvalda að rannsaka til hlítar slíkar ásakanir ef þær koma upp. Börnin eiga ávallt að njóta vafans. Stjórnendur og starfsfólk leikskólans mun veita yfirvöldum alla þá aðstoð og upplýsingar sem þarf til að hægt sé að komast til botns í þessum ásökunum. Stjórnendur leikskólans voru upplýstir um málið síðdegis í gær. Í kjölfarið voru allir starfsmenn boðaðir á fund og þeim skýrt frá málinu. Stjórnendur höfðu í gærkvöldi samband við foreldra barna á leikskólanum og upplýstu þá eftir bestu getu um stöðu mála. Ljóst er að ekki verður tekið á móti börnum á leikskólanum fyrr en að búið er að hreinsa hann og starfsmenn af þessum ásökunum. 31 barn eru á Leikskólanum 101. Öll eiga þau aðstandendur sem eru í uppnámi vegna þessa máls. Starfsmenn leikskólans eru níu talsins og þeir eiga einnig um sárt að binda. Við viljum biðja fólk vinsamlegast að sýna aðgát í nærveru sálar og fresta því að fella dóm fyrir en öll kurl eru komin til grafar. Leikskólinn 101 hefur starfað í tæpan áratug á sama stað í Vesturbæ Reykjavíkur og hjá okkur hafa dvalið hundruð barna án þess að nokkur skuggi hafi borið á það starf. Að sitja undir ásökunum sem þessum er okkur afar þungbært en um leið sýnum við rannsóknarskyldum borgarinnar fullan skilning. Vonumst við til að þau leggi allt kapp á að upplýsa málið fljótt og vel – okkur og börnunum til heilla. Hulda Linda Stefánsdóttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Stjórnendur leikskólans 101 hafna alfarið þeim ásökunum sem á þá er borið í yfirlýsingu sem þeir hafa sent frá sér. Þar segjast þeir fagna því að málið sé rannsakað og að sú rannsókn muni leiða það sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, eigi ekki að líðast.Eins og fram kom á Vísi í gær rannsakar Barnaverndarnefnd Reykjavíkur nú hvort starfsmenn leikskólans 101 hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum hafi sýnt barnaverndarnefnd myndbönd í gærmorgun og tilkynnt málið formlega. Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur hafi í kjölfarið hringt í foreldra leikskólabarna og greint þeim frá rannsókninni. Sumarstarfsmennirnir halda því fram að fleiri en einn starfsmaður hafi beitt börnin líkamlegu harðræði eins og rassskellingum. Börnum hafi verið refsað með því að halda frá þeim mat og þá hafi börn verið lokuð af. Starfsmenn barnaverndar Reykjavíkur skoðuðu myndböndin í gær og ákváðu að taka málið til rannsóknar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Vegna fréttaflutnings tengdum Leikskólanum 101 og meintu harðræði sem þar hafi átt sér stað vilja stjórnendur hans taka eftirfarandi fram: Eðli málsins samkvæmt þá er hér um að ræða afar alvarlegar ásakanir. Stjórnendur leikskólans hafna þeim alfarið og fagna því að málið sé rannsakað, enda muni rannsókn leiða hið sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, á ekki að líðast. Það er skylda barnaverndaryfirvalda að rannsaka til hlítar slíkar ásakanir ef þær koma upp. Börnin eiga ávallt að njóta vafans. Stjórnendur og starfsfólk leikskólans mun veita yfirvöldum alla þá aðstoð og upplýsingar sem þarf til að hægt sé að komast til botns í þessum ásökunum. Stjórnendur leikskólans voru upplýstir um málið síðdegis í gær. Í kjölfarið voru allir starfsmenn boðaðir á fund og þeim skýrt frá málinu. Stjórnendur höfðu í gærkvöldi samband við foreldra barna á leikskólanum og upplýstu þá eftir bestu getu um stöðu mála. Ljóst er að ekki verður tekið á móti börnum á leikskólanum fyrr en að búið er að hreinsa hann og starfsmenn af þessum ásökunum. 31 barn eru á Leikskólanum 101. Öll eiga þau aðstandendur sem eru í uppnámi vegna þessa máls. Starfsmenn leikskólans eru níu talsins og þeir eiga einnig um sárt að binda. Við viljum biðja fólk vinsamlegast að sýna aðgát í nærveru sálar og fresta því að fella dóm fyrir en öll kurl eru komin til grafar. Leikskólinn 101 hefur starfað í tæpan áratug á sama stað í Vesturbæ Reykjavíkur og hjá okkur hafa dvalið hundruð barna án þess að nokkur skuggi hafi borið á það starf. Að sitja undir ásökunum sem þessum er okkur afar þungbært en um leið sýnum við rannsóknarskyldum borgarinnar fullan skilning. Vonumst við til að þau leggi allt kapp á að upplýsa málið fljótt og vel – okkur og börnunum til heilla. Hulda Linda Stefánsdóttir
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira