Stjórnendur 101 hafna öllum ásökunum Kristján Hjálmarsson skrifar 21. ágúst 2013 09:02 Leikskólinn er ungbarnaleikskóli þar sem dvelur 31 barn samkvæmt upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar. Börnin eru frá 9 mánaða til eins og hálfs árs gömul. Mynd/Getty Stjórnendur leikskólans 101 hafna alfarið þeim ásökunum sem á þá er borið í yfirlýsingu sem þeir hafa sent frá sér. Þar segjast þeir fagna því að málið sé rannsakað og að sú rannsókn muni leiða það sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, eigi ekki að líðast.Eins og fram kom á Vísi í gær rannsakar Barnaverndarnefnd Reykjavíkur nú hvort starfsmenn leikskólans 101 hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum hafi sýnt barnaverndarnefnd myndbönd í gærmorgun og tilkynnt málið formlega. Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur hafi í kjölfarið hringt í foreldra leikskólabarna og greint þeim frá rannsókninni. Sumarstarfsmennirnir halda því fram að fleiri en einn starfsmaður hafi beitt börnin líkamlegu harðræði eins og rassskellingum. Börnum hafi verið refsað með því að halda frá þeim mat og þá hafi börn verið lokuð af. Starfsmenn barnaverndar Reykjavíkur skoðuðu myndböndin í gær og ákváðu að taka málið til rannsóknar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Vegna fréttaflutnings tengdum Leikskólanum 101 og meintu harðræði sem þar hafi átt sér stað vilja stjórnendur hans taka eftirfarandi fram: Eðli málsins samkvæmt þá er hér um að ræða afar alvarlegar ásakanir. Stjórnendur leikskólans hafna þeim alfarið og fagna því að málið sé rannsakað, enda muni rannsókn leiða hið sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, á ekki að líðast. Það er skylda barnaverndaryfirvalda að rannsaka til hlítar slíkar ásakanir ef þær koma upp. Börnin eiga ávallt að njóta vafans. Stjórnendur og starfsfólk leikskólans mun veita yfirvöldum alla þá aðstoð og upplýsingar sem þarf til að hægt sé að komast til botns í þessum ásökunum. Stjórnendur leikskólans voru upplýstir um málið síðdegis í gær. Í kjölfarið voru allir starfsmenn boðaðir á fund og þeim skýrt frá málinu. Stjórnendur höfðu í gærkvöldi samband við foreldra barna á leikskólanum og upplýstu þá eftir bestu getu um stöðu mála. Ljóst er að ekki verður tekið á móti börnum á leikskólanum fyrr en að búið er að hreinsa hann og starfsmenn af þessum ásökunum. 31 barn eru á Leikskólanum 101. Öll eiga þau aðstandendur sem eru í uppnámi vegna þessa máls. Starfsmenn leikskólans eru níu talsins og þeir eiga einnig um sárt að binda. Við viljum biðja fólk vinsamlegast að sýna aðgát í nærveru sálar og fresta því að fella dóm fyrir en öll kurl eru komin til grafar. Leikskólinn 101 hefur starfað í tæpan áratug á sama stað í Vesturbæ Reykjavíkur og hjá okkur hafa dvalið hundruð barna án þess að nokkur skuggi hafi borið á það starf. Að sitja undir ásökunum sem þessum er okkur afar þungbært en um leið sýnum við rannsóknarskyldum borgarinnar fullan skilning. Vonumst við til að þau leggi allt kapp á að upplýsa málið fljótt og vel – okkur og börnunum til heilla. Hulda Linda Stefánsdóttir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Stjórnendur leikskólans 101 hafna alfarið þeim ásökunum sem á þá er borið í yfirlýsingu sem þeir hafa sent frá sér. Þar segjast þeir fagna því að málið sé rannsakað og að sú rannsókn muni leiða það sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, eigi ekki að líðast.Eins og fram kom á Vísi í gær rannsakar Barnaverndarnefnd Reykjavíkur nú hvort starfsmenn leikskólans 101 hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum hafi sýnt barnaverndarnefnd myndbönd í gærmorgun og tilkynnt málið formlega. Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur hafi í kjölfarið hringt í foreldra leikskólabarna og greint þeim frá rannsókninni. Sumarstarfsmennirnir halda því fram að fleiri en einn starfsmaður hafi beitt börnin líkamlegu harðræði eins og rassskellingum. Börnum hafi verið refsað með því að halda frá þeim mat og þá hafi börn verið lokuð af. Starfsmenn barnaverndar Reykjavíkur skoðuðu myndböndin í gær og ákváðu að taka málið til rannsóknar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Vegna fréttaflutnings tengdum Leikskólanum 101 og meintu harðræði sem þar hafi átt sér stað vilja stjórnendur hans taka eftirfarandi fram: Eðli málsins samkvæmt þá er hér um að ræða afar alvarlegar ásakanir. Stjórnendur leikskólans hafna þeim alfarið og fagna því að málið sé rannsakað, enda muni rannsókn leiða hið sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, á ekki að líðast. Það er skylda barnaverndaryfirvalda að rannsaka til hlítar slíkar ásakanir ef þær koma upp. Börnin eiga ávallt að njóta vafans. Stjórnendur og starfsfólk leikskólans mun veita yfirvöldum alla þá aðstoð og upplýsingar sem þarf til að hægt sé að komast til botns í þessum ásökunum. Stjórnendur leikskólans voru upplýstir um málið síðdegis í gær. Í kjölfarið voru allir starfsmenn boðaðir á fund og þeim skýrt frá málinu. Stjórnendur höfðu í gærkvöldi samband við foreldra barna á leikskólanum og upplýstu þá eftir bestu getu um stöðu mála. Ljóst er að ekki verður tekið á móti börnum á leikskólanum fyrr en að búið er að hreinsa hann og starfsmenn af þessum ásökunum. 31 barn eru á Leikskólanum 101. Öll eiga þau aðstandendur sem eru í uppnámi vegna þessa máls. Starfsmenn leikskólans eru níu talsins og þeir eiga einnig um sárt að binda. Við viljum biðja fólk vinsamlegast að sýna aðgát í nærveru sálar og fresta því að fella dóm fyrir en öll kurl eru komin til grafar. Leikskólinn 101 hefur starfað í tæpan áratug á sama stað í Vesturbæ Reykjavíkur og hjá okkur hafa dvalið hundruð barna án þess að nokkur skuggi hafi borið á það starf. Að sitja undir ásökunum sem þessum er okkur afar þungbært en um leið sýnum við rannsóknarskyldum borgarinnar fullan skilning. Vonumst við til að þau leggi allt kapp á að upplýsa málið fljótt og vel – okkur og börnunum til heilla. Hulda Linda Stefánsdóttir
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira