Sport

Aníta keppir á Demantamóti | Í Hópi þeirra bestu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir Mynd / getty Images
Heims- og Evrópumeistarinn Aníta Hinriksdóttir mun taka þátt á Demantamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins á fimmtudagskvöld en mótið fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð.

Nú mun þessi efnilega hlaupakona etja kappi við þær bestu í heiminum en hún keppir nú í fullorðinsflokki í 800 metra hlaupi.

Aðeins er besta frjálsíþróttafólki heimsins boðið að taka þátt á Demantamótum og eftir frammistöðu sumarsins hjá Anítu er orðið ljóst að hún er orðin ein af þeim bestu.

Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, ritar þessi orð á fésbókarsíðu sinni í morgun.

„Frekar óvænt en ánægjuleg ferð til Stokkhólms á morgun. Aníta verður með í 800 m á Demantamótinu í Stokkhólmi á fimmtudag. Mikil viðurkenning fyrir hana. Þarna verða margar af bestu hlaupurum heims, m.a. heimsmeistarar frá Moskvu. Þetta var eitthvað sem var á óskalistanum þegar við ákváðum að fara ekki til Moskvu - þ.e.fá eitt gott hlaup í lok tímabils - ekkert endilega svona sterkt en það verður bara ævintýri að hitta þær bestu í 800 í heiminum í dag." 

Aníta varð heimsmeistari í 800 metra hlaupi í flokknum 17 ára og yngri fyrr í sumar og aðeins sex dögum síðar varð hún Evrópumeistari í sömu grein í flokki 19 ára og yngri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×