Innlent

Barþjónn grunaður um fjárdrátt

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Karlmaður hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjárdrátt en hann er grunaður um að hafa dregið sér háar fjárhæðir í starfi sínu sem barþjónn.

Maðurinn sem er á fertugsaldri hafði starfað í um tæpt ár sem barþjónn og vaktstjóri á Slippbarnum á Reykjavík Marina Icelandair Hótelinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom lögregla á hótelið fyrir um tveimur vikum og fylgdi manninum út af staðnum eftir að vaktin hans kláraðist, en yfirmenn á hótelinu höfðu í einhvern tíma þá haft hann grunaðan um fjárdrátt þar sem að mikil rýrnun var á þeim vöktum sem hann hafði forráð yfir og uppgjör úr sölukerfinu stóðust ekki. Það var því fylgst með manninum og með notkun eftirlitsmyndavéla var hann staðinn að verki við að taka peningaseðla úr kassanum og stinga inn á sig.

Talið er að hann hafi komið talsverðum fjárhæðum undan og samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur sú upphæð á milljónum króna. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×