Súrnun sjávar hraðari við strendur Íslands Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2013 18:30 Sýrustig sjávar lækkar hraðar við strendur Íslands en á öðrum hafsvæðum í heiminum að sögn Jóns Ólafssonar prófessors í haffræði. Súrnun sjávar er orðið alþjóðlegt vandamál og ógnar lífríki sjávar. Höfin þekja 70 prósent af yfirborði jarðar. Súrnun sjávar er aukaafurð losunar á koltvísýringi út í andrúmsloftið og oft kallað „hitt CO2-vandamálið" á eftir hlýnun jarðar. Vegna aukningar á koltvísýringi í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn koltvísýrings og við það verða efnaskipti sem lækka sýrustig sjávar. Súrnun sjávar hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Í þessari fréttaskýringu Time sem birtist á dögunum kemur fram að höfin séu að drekka í sig stóran hlut alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið og er þeim lýst sem stærsta kolefnisgleypi í heimi (e. the largest single carbon sink in the world).Snýst um lífsgæði framtíðar kynslóða Umhverfismálin snerta okkur öll því þau snúast um lífsgæði framtíðar kynslóða. Lífsgæði barna okkar og barnabarna. Súrnun sjávar er alþjóðlegt vandamál og þar er Ísland ekki undanskilið. Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og hafefnafræði, er einn fremsti sérfræðingur landsins á þessu sviði. Jón segir að súrnun sjávar sé hraðari í sjónum umhverfis Ísland en á öðrum svæðum á jörðinni. „Heimshöfin eru að taka þetta upp en heimshöfin eru ekki alls staðar eins. Yfirborð þeirra er misjafnt og sum svæði taka miklu meira upp af koltvísýringi en önnur. Norðanvert Atlantshafið er það svæði sem tekur hvað mest upp af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á hvern fermetra,“ segir Jón. Súrnun sjávar af mannavöldum mun valda varanlegu tjóni á lífríki sjávar ef ekkert verður að gert. „Það er lítill vafi á því að þær breytingar sem eru nún hafnar munu hafa áhrif,“ segir Jón.Og þar með hafa áhrif á lífsgæði okkar mannanna? „Já, það eru mörg samfélög sem eru meira eða minna háð hafinu og fæðu úr hafinu. Þannig að það er líklegt að lífríki sjávar og vistkerfi sjávar verði fyrir áhrifum. Heilu vistkerfinu munu breytast.“Mun skerða lífsgæði og gera jörðina að verri bústað Jón nefnir þar sérstaklega kalkmyndandi lífríki eins og skeljar, ígulker, krossfiska, og smokkfisk og fleira. Hann segir hins vegar að súrnun sjávar sé ekki farin að skaða mikilvæga stofna í efnahagslögsögu Íslands, en það þarfnist frekari rannsókna. „Þetta eru rannsóknarefni sem verður að sinna mjög ákveðið á næstu árum.“ Hver og einn getur haft áhrif með því að draga úr losun koltvísýrings, til dæmis með því að draga úr notkun bílsins. „Þessar hnattrænu breytingar, hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa og súrnun sjávar, þetta eru hnattrænar breytingar sem í heildina munu skerða lífsgæði á jörðinni og gera jörðina að verri bústað en áður,“ segir Jón Ólafsson prófessor. Loftslagsmál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Sýrustig sjávar lækkar hraðar við strendur Íslands en á öðrum hafsvæðum í heiminum að sögn Jóns Ólafssonar prófessors í haffræði. Súrnun sjávar er orðið alþjóðlegt vandamál og ógnar lífríki sjávar. Höfin þekja 70 prósent af yfirborði jarðar. Súrnun sjávar er aukaafurð losunar á koltvísýringi út í andrúmsloftið og oft kallað „hitt CO2-vandamálið" á eftir hlýnun jarðar. Vegna aukningar á koltvísýringi í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn koltvísýrings og við það verða efnaskipti sem lækka sýrustig sjávar. Súrnun sjávar hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Í þessari fréttaskýringu Time sem birtist á dögunum kemur fram að höfin séu að drekka í sig stóran hlut alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið og er þeim lýst sem stærsta kolefnisgleypi í heimi (e. the largest single carbon sink in the world).Snýst um lífsgæði framtíðar kynslóða Umhverfismálin snerta okkur öll því þau snúast um lífsgæði framtíðar kynslóða. Lífsgæði barna okkar og barnabarna. Súrnun sjávar er alþjóðlegt vandamál og þar er Ísland ekki undanskilið. Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og hafefnafræði, er einn fremsti sérfræðingur landsins á þessu sviði. Jón segir að súrnun sjávar sé hraðari í sjónum umhverfis Ísland en á öðrum svæðum á jörðinni. „Heimshöfin eru að taka þetta upp en heimshöfin eru ekki alls staðar eins. Yfirborð þeirra er misjafnt og sum svæði taka miklu meira upp af koltvísýringi en önnur. Norðanvert Atlantshafið er það svæði sem tekur hvað mest upp af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á hvern fermetra,“ segir Jón. Súrnun sjávar af mannavöldum mun valda varanlegu tjóni á lífríki sjávar ef ekkert verður að gert. „Það er lítill vafi á því að þær breytingar sem eru nún hafnar munu hafa áhrif,“ segir Jón.Og þar með hafa áhrif á lífsgæði okkar mannanna? „Já, það eru mörg samfélög sem eru meira eða minna háð hafinu og fæðu úr hafinu. Þannig að það er líklegt að lífríki sjávar og vistkerfi sjávar verði fyrir áhrifum. Heilu vistkerfinu munu breytast.“Mun skerða lífsgæði og gera jörðina að verri bústað Jón nefnir þar sérstaklega kalkmyndandi lífríki eins og skeljar, ígulker, krossfiska, og smokkfisk og fleira. Hann segir hins vegar að súrnun sjávar sé ekki farin að skaða mikilvæga stofna í efnahagslögsögu Íslands, en það þarfnist frekari rannsókna. „Þetta eru rannsóknarefni sem verður að sinna mjög ákveðið á næstu árum.“ Hver og einn getur haft áhrif með því að draga úr losun koltvísýrings, til dæmis með því að draga úr notkun bílsins. „Þessar hnattrænu breytingar, hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa og súrnun sjávar, þetta eru hnattrænar breytingar sem í heildina munu skerða lífsgæði á jörðinni og gera jörðina að verri bústað en áður,“ segir Jón Ólafsson prófessor.
Loftslagsmál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira