Ekki lengur ein og útskúfuð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2013 17:23 Selma Björk hefur fengið ótal andstyggilegar athugasemdir um útlit sitt í gegnum tíðina Mynd/Selma Björk Fjölmargir hafa sent Selmu Björk Hermannsdóttur falleg skilaboð í kjölfar greinar sem hún skrifaði um reynslu sína af einelti vegna fæðingargalla. Selma Björk fæddist með skarð í vör og hefur verið strítt á því alla ævi. Í dag er Selma orðin 16 ára og komin í framhaldsskóla en er enn strítt vegna útlits síns. „Það er ótrúlegt að ég sat hérna á föstudaginn eftir skóla og mér fannst ég ein og útskúfuð. Ég var svo einmana og svo þreytt. Svo skrifaði ég þetta og kvöldið eftir sé ég að yfir níu þúsund manns hafa líkað við greinina. Það er ótrúlegt að finna fyrir þessum stuðningi eftir allt sem hefur verið sagt og gert. Mér líður eins og í fyrsta skipti sé ég ekki ein,“ segir Selma Björk.Selma Björk lét þessa mynd fylgja greininni þar sem hún er ómáluð en hún hefur ekki farið út úr húsi í mörg ár án þess að hylja örið með farða.Mynd/Selma BjörkSelma skrapp út í dag og á einum klukkutíma fékk Selma 46 skilaboð og 36 vinabeiðnir á Facebook. Módelskrifstofur hafa haft samband og vilja fá hana á skrá og hún hefur verið beðin um að segja sögu sína á tónleikunum Rjúfum þögnina á Akureyri sem eru sérstaklega haldnir til styrktar baráttunni gegn einelti. „Ég hef fengið fjölmörg skilaboð þar sem mér er sagt að ég sé hugrökk og gullfalleg eins og ég er. Aðrar stelpur með fæðingargalla hafa haft samband, þar á meðal ein sem lét taka fæðingarblett af maganum. Hún lét að lokum fjarlægja blettinn því hún þorði ekki í sund út af honum. Hún sagði að hún vildi að hún væri enn með hann og að hún væri jafn sterk og ég,“ segir Selma Björk. Vænst þykir Selmu um skilaboð sem hún fékk frá einum geranda í eineltinu. „Ég fékk skilaboð frá stráknum sem ég segi frá í greininni. Þessum sem henti litla bróður mínum í götuna þegar hann ætlaði að verja mig. Hann sagðist sjá mikið eftir þessu og að hann ætlaðist ekki til að ég fyrirgæfi honum en auðvitað fyrirgef ég honum.“ Selma segist ekki hafa viljað nafngreina neinn í greininni enda hafi hún enga þörf á því. Henni finnst nóg að gerendur eineltis finni sökina sjálfir og breyti hegðun sinni í kjölfarið. Margir sem hafa strítt Selmu og gert henni lífið leitt undanfarin ár hafa líkað við grein hennar og jafnvel deilt henni á Facebook-síðum sínum. Það sýnir henni að þeir hafi náð skilaboðunum sem gleður hana og veitir henni styrk.Selma Björk segist hafa fengið fjölmörg skilaboð frá fólki síðasta sólarhring.Mynd/selma björk Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Fjölmargir hafa sent Selmu Björk Hermannsdóttur falleg skilaboð í kjölfar greinar sem hún skrifaði um reynslu sína af einelti vegna fæðingargalla. Selma Björk fæddist með skarð í vör og hefur verið strítt á því alla ævi. Í dag er Selma orðin 16 ára og komin í framhaldsskóla en er enn strítt vegna útlits síns. „Það er ótrúlegt að ég sat hérna á föstudaginn eftir skóla og mér fannst ég ein og útskúfuð. Ég var svo einmana og svo þreytt. Svo skrifaði ég þetta og kvöldið eftir sé ég að yfir níu þúsund manns hafa líkað við greinina. Það er ótrúlegt að finna fyrir þessum stuðningi eftir allt sem hefur verið sagt og gert. Mér líður eins og í fyrsta skipti sé ég ekki ein,“ segir Selma Björk.Selma Björk lét þessa mynd fylgja greininni þar sem hún er ómáluð en hún hefur ekki farið út úr húsi í mörg ár án þess að hylja örið með farða.Mynd/Selma BjörkSelma skrapp út í dag og á einum klukkutíma fékk Selma 46 skilaboð og 36 vinabeiðnir á Facebook. Módelskrifstofur hafa haft samband og vilja fá hana á skrá og hún hefur verið beðin um að segja sögu sína á tónleikunum Rjúfum þögnina á Akureyri sem eru sérstaklega haldnir til styrktar baráttunni gegn einelti. „Ég hef fengið fjölmörg skilaboð þar sem mér er sagt að ég sé hugrökk og gullfalleg eins og ég er. Aðrar stelpur með fæðingargalla hafa haft samband, þar á meðal ein sem lét taka fæðingarblett af maganum. Hún lét að lokum fjarlægja blettinn því hún þorði ekki í sund út af honum. Hún sagði að hún vildi að hún væri enn með hann og að hún væri jafn sterk og ég,“ segir Selma Björk. Vænst þykir Selmu um skilaboð sem hún fékk frá einum geranda í eineltinu. „Ég fékk skilaboð frá stráknum sem ég segi frá í greininni. Þessum sem henti litla bróður mínum í götuna þegar hann ætlaði að verja mig. Hann sagðist sjá mikið eftir þessu og að hann ætlaðist ekki til að ég fyrirgæfi honum en auðvitað fyrirgef ég honum.“ Selma segist ekki hafa viljað nafngreina neinn í greininni enda hafi hún enga þörf á því. Henni finnst nóg að gerendur eineltis finni sökina sjálfir og breyti hegðun sinni í kjölfarið. Margir sem hafa strítt Selmu og gert henni lífið leitt undanfarin ár hafa líkað við grein hennar og jafnvel deilt henni á Facebook-síðum sínum. Það sýnir henni að þeir hafi náð skilaboðunum sem gleður hana og veitir henni styrk.Selma Björk segist hafa fengið fjölmörg skilaboð frá fólki síðasta sólarhring.Mynd/selma björk
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira