Engin yfirlýsing frá prófessorum vegna máls Jóns Baldvins Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 4. september 2013 17:28 Rúnar Vilhjálmsson formaður félags prófessora sagði að félagið ætlaði ekki að senda frá sér ályktun að svo komnu. mynd/365 Prófessorar við Háskóla Íslands funduðu í dag og fóru meðal annars yfir mál Jóns Baldvins Hannibalssonar og skólans. Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins segir að þau muni fylgjast með málinu og viðbrögðum Háskólans, en niðurstaðan hafi verið að þau myndu ekki senda frá sér neina ályktun vegna málsins að svo komnu. „Eins og fram hefur komið þá mun rektor vera í samskiptum við Jón Baldvin og þá mun félagsvísindasvið væntanlega fjalla um málið á sínum vettvangi,“ segir Rúnar. Rúnar segir að félagið sé bæði fagfélag og kjarafélag og þau fylgist með öllum málum sem koma upp og varða fagleg málefni skólans. Hann segir að fundurinn í dag hafi ekki verið haldinn sérstaklega til þess að fjalla um mál Jóns Baldvins. Til fundarins hafi verið boðað fyrir þó nokkru síðan og í ljósi þess sem gerst hefur, hafi hans mál að sjálfsögðu verið rætt. „Álitamálin verða áfram rædd innan skólans, vítt og breitt. Það eru tvö ólík sjónarmið sem hafa komið fram í umræðunni um ráðningarmál almennt,“ segir Rúnar. Álitamálin sem hann vísar til, komu fram á Vísi í dag þar sem Rúnar sagði að tekist væri á um tvö sjónarmið. Annað sjónarmiðið er um hvort gera eigi einhverjar siðferðiskröfur til kennara á öllum skólastigum og jafnvel á háskólastiginu líka og hverjar þær eigi þá að vera. Hvar eigi að draga mörk, hverjir eigi að setja þær reglur og hvernig eigi að fylgja þeim eftir. Hitt sjónarmiðið séað hér verði að gera greinarmun á óskildum málum. Aðalatriðið sé að þegar kennarar eru ráðnir, sé að þeir hafi hæfni, þekkingu og getu til þess að fræða og þjálfa nemendur. Að fólk verði að geta umgengist hvert annað þó að það sé með einhverjar ávirðingar á bakinu vegna annarra hluta, á öðrum vettvangi og á öðrum tíma. Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira
Prófessorar við Háskóla Íslands funduðu í dag og fóru meðal annars yfir mál Jóns Baldvins Hannibalssonar og skólans. Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins segir að þau muni fylgjast með málinu og viðbrögðum Háskólans, en niðurstaðan hafi verið að þau myndu ekki senda frá sér neina ályktun vegna málsins að svo komnu. „Eins og fram hefur komið þá mun rektor vera í samskiptum við Jón Baldvin og þá mun félagsvísindasvið væntanlega fjalla um málið á sínum vettvangi,“ segir Rúnar. Rúnar segir að félagið sé bæði fagfélag og kjarafélag og þau fylgist með öllum málum sem koma upp og varða fagleg málefni skólans. Hann segir að fundurinn í dag hafi ekki verið haldinn sérstaklega til þess að fjalla um mál Jóns Baldvins. Til fundarins hafi verið boðað fyrir þó nokkru síðan og í ljósi þess sem gerst hefur, hafi hans mál að sjálfsögðu verið rætt. „Álitamálin verða áfram rædd innan skólans, vítt og breitt. Það eru tvö ólík sjónarmið sem hafa komið fram í umræðunni um ráðningarmál almennt,“ segir Rúnar. Álitamálin sem hann vísar til, komu fram á Vísi í dag þar sem Rúnar sagði að tekist væri á um tvö sjónarmið. Annað sjónarmiðið er um hvort gera eigi einhverjar siðferðiskröfur til kennara á öllum skólastigum og jafnvel á háskólastiginu líka og hverjar þær eigi þá að vera. Hvar eigi að draga mörk, hverjir eigi að setja þær reglur og hvernig eigi að fylgja þeim eftir. Hitt sjónarmiðið séað hér verði að gera greinarmun á óskildum málum. Aðalatriðið sé að þegar kennarar eru ráðnir, sé að þeir hafi hæfni, þekkingu og getu til þess að fræða og þjálfa nemendur. Að fólk verði að geta umgengist hvert annað þó að það sé með einhverjar ávirðingar á bakinu vegna annarra hluta, á öðrum vettvangi og á öðrum tíma.
Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira