Ricciardo leysir af Mark Webber Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2013 13:15 Daniel Ricciardo Fátt er eftirsóknarverðara en að vera ökumaður í Formúlu1. Þegar Mark Webber, sem ekið hefur fyrir hið sigursæla lið Red Bull, tilkynnti að hann ætlaði að söðla um og aka fyrir Porsche í Le Mans þolakstrinum losnaði eitt heitasta sætið sem hægt er að setjast í. Nú er allt útlit fyrir að búið sé að fylla í það sæti og Daniel Ricciardo aki fyrir liðið með heimsmeitaranum Sebastian Vettel. Ricciardo er Ástrali eins og Webber, svo ekki verður samskiptaörðugleikunum fyrir að fara á næsta keppnistímabili. Ricciardo hefur, eins og Vettel gengið gegnum ungliðaþjálfun hjá Scuderia Toro Rosso. Webber hefur það reyndar umfram Ricciardo að hann var búinn að skila sínum fyrsta Grand Prix titli áður en hann var kallaður í ökumannssæti hjá Red Bull. Ricciardo hefur reyndar ekki einu sinni komist á pall þar. Hann hefur hinsvegar unnið Formula Renault 2.0 og British Formula Three Campionships, svo eitthvað virðist í hann spunnið. Það hefur verið erfitt skref fyrir liðsstjórann Christian Horner að velja ungliða frekar en reynslumikinn ökumann eins og Kimi Raikkonen til að leysa Mark Webber af, en hann hefur gert upp hug sinn og á velgengni hins unga Vettel og skjótur frami hans vafalaust þátt í þessari ákvörðun. Spennandi verður að sjá hvort þessi ungi ökumaður muni slá í gegn á sínu fyrsta tímabili, líkt og Damon Hill gerði er hann leysti af Nigel Mansell um árið. Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Fátt er eftirsóknarverðara en að vera ökumaður í Formúlu1. Þegar Mark Webber, sem ekið hefur fyrir hið sigursæla lið Red Bull, tilkynnti að hann ætlaði að söðla um og aka fyrir Porsche í Le Mans þolakstrinum losnaði eitt heitasta sætið sem hægt er að setjast í. Nú er allt útlit fyrir að búið sé að fylla í það sæti og Daniel Ricciardo aki fyrir liðið með heimsmeitaranum Sebastian Vettel. Ricciardo er Ástrali eins og Webber, svo ekki verður samskiptaörðugleikunum fyrir að fara á næsta keppnistímabili. Ricciardo hefur, eins og Vettel gengið gegnum ungliðaþjálfun hjá Scuderia Toro Rosso. Webber hefur það reyndar umfram Ricciardo að hann var búinn að skila sínum fyrsta Grand Prix titli áður en hann var kallaður í ökumannssæti hjá Red Bull. Ricciardo hefur reyndar ekki einu sinni komist á pall þar. Hann hefur hinsvegar unnið Formula Renault 2.0 og British Formula Three Campionships, svo eitthvað virðist í hann spunnið. Það hefur verið erfitt skref fyrir liðsstjórann Christian Horner að velja ungliða frekar en reynslumikinn ökumann eins og Kimi Raikkonen til að leysa Mark Webber af, en hann hefur gert upp hug sinn og á velgengni hins unga Vettel og skjótur frami hans vafalaust þátt í þessari ákvörðun. Spennandi verður að sjá hvort þessi ungi ökumaður muni slá í gegn á sínu fyrsta tímabili, líkt og Damon Hill gerði er hann leysti af Nigel Mansell um árið.
Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira