Rektor HÍ biðst afsökunar á óheppilegri málsmeðferð Hjörtur Hjartarson skrifar 2. september 2013 19:19 Rektor Háskóla Íslands biðst afsökunar á hvernig unnið var með mál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Skýrar verklagsreglur verða settar varðandi þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara. Þetta var ákveðið á fundi stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í dag þar sem mál Jóns Baldvins var til umfjöllunar. Eins og fram hefur komið mun Jón Baldvin ekki sinna starfi gestafyrirlesara hjá HÍ í vetur eins og til stóð. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni og var í kjölfarið ákveðið að draga atvinnutilboðið tilbaka. "Ákvörðunin var ekki tekin vegna utanaðkomandi þrýstings. Ákvörðunin er tekin á vettvangi deildarinnar og þar er réttur vettvangur til að taka ákvarðanir um fyrirkomulag kennslu", segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Sú ákvörðun að veita Jóni ekki starfið vakti einnig mikið umtal og stigu margir fram og gagnrýndu að Jón Baldvin fengi ekki starfið. Meðal þeirra var Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ en hann sagði að rektor ætti að biðjast afsökunar á málinu fyrir hönd skólans ellega segja af sér. Kristín vildi ekki tjá sig um orð Þorvaldar en viðurkenndi að það væru skiptar skoðanir innan skólans um málið. "En það er deildin sem hefur lokaorðið og það ber að virða fagleg sjónarmið varðandi kennsluna." Stjórnmálafræðideild HÍ fundaði um mál Jóns Baldvins í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Ómar H. Kristmundsson, forseti deildarinnar að ekki hefði verið tekið afstaða til þeirra ólíku sjónarmiða sem fram hafa komið um fyrirlestrarhald Jóns Baldvins. Á fundinum var þó ákveðið að setja skýrar verklagsreglur um þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara á grundvelli almennra laga. Kristín segir að málsmeðferðin hafi verið óheppileg og biðst afsökunar á því. "Það var skortur á skýrum verklagsreglum sem leiddi til þess að málið fór í mjög óheppilegan farveg. Fyrir þetta vil ég biðjast afsökunar og ég mun á næstu dögum leita eftir fundi með Jóni Baldvini á næstu dögum." Kristín telur ekki að málið hafi skaðað heiður Háskóla Íslands. "Nei, það finnst mér ekki. Háskóli Íslands er mjög stór stofnun og stundum koma upp tilvik sem kalla á endurskoðun á verklagsreglum og þetta er slíkt mál. En auðvitað er neikvæð umræða skaðleg." Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands biðst afsökunar á hvernig unnið var með mál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Skýrar verklagsreglur verða settar varðandi þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara. Þetta var ákveðið á fundi stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í dag þar sem mál Jóns Baldvins var til umfjöllunar. Eins og fram hefur komið mun Jón Baldvin ekki sinna starfi gestafyrirlesara hjá HÍ í vetur eins og til stóð. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni og var í kjölfarið ákveðið að draga atvinnutilboðið tilbaka. "Ákvörðunin var ekki tekin vegna utanaðkomandi þrýstings. Ákvörðunin er tekin á vettvangi deildarinnar og þar er réttur vettvangur til að taka ákvarðanir um fyrirkomulag kennslu", segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Sú ákvörðun að veita Jóni ekki starfið vakti einnig mikið umtal og stigu margir fram og gagnrýndu að Jón Baldvin fengi ekki starfið. Meðal þeirra var Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ en hann sagði að rektor ætti að biðjast afsökunar á málinu fyrir hönd skólans ellega segja af sér. Kristín vildi ekki tjá sig um orð Þorvaldar en viðurkenndi að það væru skiptar skoðanir innan skólans um málið. "En það er deildin sem hefur lokaorðið og það ber að virða fagleg sjónarmið varðandi kennsluna." Stjórnmálafræðideild HÍ fundaði um mál Jóns Baldvins í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Ómar H. Kristmundsson, forseti deildarinnar að ekki hefði verið tekið afstaða til þeirra ólíku sjónarmiða sem fram hafa komið um fyrirlestrarhald Jóns Baldvins. Á fundinum var þó ákveðið að setja skýrar verklagsreglur um þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara á grundvelli almennra laga. Kristín segir að málsmeðferðin hafi verið óheppileg og biðst afsökunar á því. "Það var skortur á skýrum verklagsreglum sem leiddi til þess að málið fór í mjög óheppilegan farveg. Fyrir þetta vil ég biðjast afsökunar og ég mun á næstu dögum leita eftir fundi með Jóni Baldvini á næstu dögum." Kristín telur ekki að málið hafi skaðað heiður Háskóla Íslands. "Nei, það finnst mér ekki. Háskóli Íslands er mjög stór stofnun og stundum koma upp tilvik sem kalla á endurskoðun á verklagsreglum og þetta er slíkt mál. En auðvitað er neikvæð umræða skaðleg."
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira