Rektor HÍ biðst afsökunar á óheppilegri málsmeðferð Hjörtur Hjartarson skrifar 2. september 2013 19:19 Rektor Háskóla Íslands biðst afsökunar á hvernig unnið var með mál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Skýrar verklagsreglur verða settar varðandi þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara. Þetta var ákveðið á fundi stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í dag þar sem mál Jóns Baldvins var til umfjöllunar. Eins og fram hefur komið mun Jón Baldvin ekki sinna starfi gestafyrirlesara hjá HÍ í vetur eins og til stóð. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni og var í kjölfarið ákveðið að draga atvinnutilboðið tilbaka. "Ákvörðunin var ekki tekin vegna utanaðkomandi þrýstings. Ákvörðunin er tekin á vettvangi deildarinnar og þar er réttur vettvangur til að taka ákvarðanir um fyrirkomulag kennslu", segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Sú ákvörðun að veita Jóni ekki starfið vakti einnig mikið umtal og stigu margir fram og gagnrýndu að Jón Baldvin fengi ekki starfið. Meðal þeirra var Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ en hann sagði að rektor ætti að biðjast afsökunar á málinu fyrir hönd skólans ellega segja af sér. Kristín vildi ekki tjá sig um orð Þorvaldar en viðurkenndi að það væru skiptar skoðanir innan skólans um málið. "En það er deildin sem hefur lokaorðið og það ber að virða fagleg sjónarmið varðandi kennsluna." Stjórnmálafræðideild HÍ fundaði um mál Jóns Baldvins í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Ómar H. Kristmundsson, forseti deildarinnar að ekki hefði verið tekið afstaða til þeirra ólíku sjónarmiða sem fram hafa komið um fyrirlestrarhald Jóns Baldvins. Á fundinum var þó ákveðið að setja skýrar verklagsreglur um þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara á grundvelli almennra laga. Kristín segir að málsmeðferðin hafi verið óheppileg og biðst afsökunar á því. "Það var skortur á skýrum verklagsreglum sem leiddi til þess að málið fór í mjög óheppilegan farveg. Fyrir þetta vil ég biðjast afsökunar og ég mun á næstu dögum leita eftir fundi með Jóni Baldvini á næstu dögum." Kristín telur ekki að málið hafi skaðað heiður Háskóla Íslands. "Nei, það finnst mér ekki. Háskóli Íslands er mjög stór stofnun og stundum koma upp tilvik sem kalla á endurskoðun á verklagsreglum og þetta er slíkt mál. En auðvitað er neikvæð umræða skaðleg." Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands biðst afsökunar á hvernig unnið var með mál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Skýrar verklagsreglur verða settar varðandi þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara. Þetta var ákveðið á fundi stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í dag þar sem mál Jóns Baldvins var til umfjöllunar. Eins og fram hefur komið mun Jón Baldvin ekki sinna starfi gestafyrirlesara hjá HÍ í vetur eins og til stóð. Ráðningin sætti töluverðri gagnrýni og var í kjölfarið ákveðið að draga atvinnutilboðið tilbaka. "Ákvörðunin var ekki tekin vegna utanaðkomandi þrýstings. Ákvörðunin er tekin á vettvangi deildarinnar og þar er réttur vettvangur til að taka ákvarðanir um fyrirkomulag kennslu", segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Sú ákvörðun að veita Jóni ekki starfið vakti einnig mikið umtal og stigu margir fram og gagnrýndu að Jón Baldvin fengi ekki starfið. Meðal þeirra var Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ en hann sagði að rektor ætti að biðjast afsökunar á málinu fyrir hönd skólans ellega segja af sér. Kristín vildi ekki tjá sig um orð Þorvaldar en viðurkenndi að það væru skiptar skoðanir innan skólans um málið. "En það er deildin sem hefur lokaorðið og það ber að virða fagleg sjónarmið varðandi kennsluna." Stjórnmálafræðideild HÍ fundaði um mál Jóns Baldvins í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Ómar H. Kristmundsson, forseti deildarinnar að ekki hefði verið tekið afstaða til þeirra ólíku sjónarmiða sem fram hafa komið um fyrirlestrarhald Jóns Baldvins. Á fundinum var þó ákveðið að setja skýrar verklagsreglur um þá heimild kennara að fá til sín gestafyrirlesara á grundvelli almennra laga. Kristín segir að málsmeðferðin hafi verið óheppileg og biðst afsökunar á því. "Það var skortur á skýrum verklagsreglum sem leiddi til þess að málið fór í mjög óheppilegan farveg. Fyrir þetta vil ég biðjast afsökunar og ég mun á næstu dögum leita eftir fundi með Jóni Baldvini á næstu dögum." Kristín telur ekki að málið hafi skaðað heiður Háskóla Íslands. "Nei, það finnst mér ekki. Háskóli Íslands er mjög stór stofnun og stundum koma upp tilvik sem kalla á endurskoðun á verklagsreglum og þetta er slíkt mál. En auðvitað er neikvæð umræða skaðleg."
Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira