Handbolti

Eiga stundum erfitt með að skilja Óla Stef | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Stefánsson er tekinn við þjálfun karlaliðs Vals í handbolta. Leikmenn liðsins viðurkenna að skilja ekki alltaf skilaboð þjálfarans, a.m.k. ekki í fyrstu tilraun.

Ólafur stýrði Valsmönnum á Hafnarfjarðarmótinu sem lauk um helgina. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, tók púlsinn á Ólafi og leikmönnum Hlíðarendaliðsins.

Ólafur er kokhraustur fyrir komandi leiktíð og segir Valsmenn geta lyft Íslandsmeistaratitlinum í vor líkt og önnur lið deildarinnar. Aðspurður hver sé mesti munurinn á handboltamönnum hér heima og í Þýskalandi segir hann:

„Ætli þá vanti ekki svona 15-20 kíló að meðaltali,“ segir Ólafur.

Geir Guðmundsson, Guðmundur Heiðar Helgason og aðrir leikmenn liðsins voru svo spurðir hvort þeir skildu nýjan þjálfara sinn. Svörin voru í skemmtilegri kantinum.

Innslagið, sem birt var í löngum íþróttapakka á Stöð 2 í gær, má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×