Rússar taka skip Greenpeace 19. september 2013 21:57 Skip Greenpeace, Arctic Sunrise. Mynd/Greenpeace. Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. Rússar höfðu áður handtekið tvo Grænfriðunga sem klifruðu upp á síðu pallsins. Hafði utanríkisráðuneyti Rússlands sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðgerðum Greenpeace var lýst sem ögrandi og ógnandi, þær gætu haft alvarlegar afleiðingar og stefnt mannslífum í hættu. Greenpeace sagði að strandgæsluliðarnir hefðu sigið úr þyrlu um borð í skip samtakanna, Arctic Sunrise. Þau skilaboð hefðu borist frá skipinu, rétt áður en sambandið rofnaði, að meðlimir samtakanna væru í haldi um borð, þeim hefði verið skipað að vera á hnjánum og vélbyssum væri beint að þeim. Talsmaður Greenpeace sagði svo harkalegar aðgerðir í engu samræmi við friðsamleg mótmæli samtakanna, en þau beinast gegn vaxandi olíuvinnslu á Norðurslóðum. Skoraði hann á Pútín forseta að hemja strandgæsluna og láta hana slíðra vopn sín. Krafðist hann þess að skipið og 29 manna áhöfn þess yrðu þegar í stað látin laus. Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. Rússar höfðu áður handtekið tvo Grænfriðunga sem klifruðu upp á síðu pallsins. Hafði utanríkisráðuneyti Rússlands sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðgerðum Greenpeace var lýst sem ögrandi og ógnandi, þær gætu haft alvarlegar afleiðingar og stefnt mannslífum í hættu. Greenpeace sagði að strandgæsluliðarnir hefðu sigið úr þyrlu um borð í skip samtakanna, Arctic Sunrise. Þau skilaboð hefðu borist frá skipinu, rétt áður en sambandið rofnaði, að meðlimir samtakanna væru í haldi um borð, þeim hefði verið skipað að vera á hnjánum og vélbyssum væri beint að þeim. Talsmaður Greenpeace sagði svo harkalegar aðgerðir í engu samræmi við friðsamleg mótmæli samtakanna, en þau beinast gegn vaxandi olíuvinnslu á Norðurslóðum. Skoraði hann á Pútín forseta að hemja strandgæsluna og láta hana slíðra vopn sín. Krafðist hann þess að skipið og 29 manna áhöfn þess yrðu þegar í stað látin laus.
Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira