Lífið

Magnaður söngur Árstíða á lestarstöð

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Hljómsveitin Árstíðir er á tónleikaferðalagi um Þýskaland um þessar mundir.
Hljómsveitin Árstíðir er á tónleikaferðalagi um Þýskaland um þessar mundir. Mynd/Árstíðir
Hljómsveitin Árstíðir hefur verið á tónleikaferðalagi um Þýskaland á síðustu vikum. Árstíðir hélt tónleika í borginni Wuppertal síðastliðið sunnudagskvöld og að tónleikunum loknum brá sveitin á leik á lestarstöð.

Sveitin söng sálminn Heyr Himna Smiður við góðar undirtektir á lestarstöðinni. Sálmurinn er eftir Kolbein Tumason og sem talið er að hafi verið ortur árið 1208.  Þorkell Sigurbjörnsson gerði lag við sálminn sem meðlimir Árstíða fluttu. Flutningurinn var tekinn upp á myndband sem má sjá hér að neðan.

Áhorf á myndbandið er komið í 30 þúsund á Youtube. Árstíðir eru þekktir fyrir metnaðarfulla röddun í lögum sínum og syngja allir meðlimir sveitarinnar. Árstíðir skipa þeir Daníel Guðnason, Gunnar Már Jakobsson, Ragnar Ólafsson, Hallgrímur Jónas Jensson, Jón Elísson og Karl James Pestka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.