Íslenski boltinn

Jón Rúnar og Lúðvík biðja Börk innilega afsökunar

Jón Rúnar Halldórsson
Jón Rúnar Halldórsson Mynd/Pjetur
Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, formenn knattspyrnudeildar FH fóru mikinn í ásökunum í garð  Barkar Edvardssonar, formanns knattspyrnudeildar Vals, eftir 3-3 jafntefli liðanna í Kaplakrika í kvöld en með þessu jafntefli er nokkuð ljóst að FH verður ekki meistari í ár.

Þeir Jón Rúnar og Lúðvík létu móðan masa í viðtalsaðstöðu blaðamanna eftir leikinn og sökuðu Börk um að taka hluta af sölu leikmanna en hafa nú sent fjölmiðlum tilkynningu þar sem þeir harma sín ummæli.

Mynd/Vilhelm
Fréttatilkynningin:

Við undirritaðir Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar

FH og Lúðvík Arnarson varaformaður knattspyrnudeildar FH viljum koma á framfæri eftirfarandi tilkynningu.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum nú í kvöld fórum við fram

með miður góðar staðhæfingar í garð formanns knattspyrnudeildar Vals, Barkar Edvardssonar. Við hörmum ummæli og framkomu okkar í garð Barkar og biðjum hann  innilega afsökunar.

Við getum í engu varið það sem við sögðum né heldur kennt neinum öðrum um en okkur sjálfum.

Virðingarfyllst

Jón Rúnar Halldórsson

Lúðvík Arnarson


Tengdar fréttir

FH-ingar afar ósáttir með lítinn uppbótartíma í kvöld

FH og Valur gerðu 3-3, jafntefli á Kaplakrikavelli í 20. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Atli Viðar Björnsson jafnaði leikinn á síðustu sekúndum leiksins eftir að Valsmenn höfðu komist í 1-3 í leiknum.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 3-3 | Atli Viðar tryggði FH stig

Atli Viðar Björnsson kom inn á sem varamaður, skoraði tvö mörk og tryggði FH 3-3 jafntefli á móti Val í Kaplakrika í kvöld. FH var 1-3 undir þegar Heimir Guðjónsson sendi Atli Viðar inn á völlinn og hann bjargaði stigi um leið og hann bætti við markamet félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×