Grjótfok rústar bílum í Öræfum Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. september 2013 07:00 Rúður brotnuðu í fjölda bíla í Freysnesi Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir Ákaflega slæmt veður var á landinu öllu í gær og þurftu björgunarsveitir landsins að sinna fjölda útkalla. Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit þurfti að aðstoða fjölda bifreiða sem fastar sátu í Námuskarði. Einnig voru ferðamenn fastir í bílum sínum á Sprengisandi en Björgunarsveitin Þingey kom þeim til aðstoðar. Þá þurfti Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum að aðstoða bíla í Vatnsskarði eystra og á Fjarðarheiði. Í Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði fuku þakplötur af íbúðarhúsum og voru björgunarsveitir sendar á vettvang til aðstoðar. „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá smærri björgunarsveitunum úti á landi, sem sjá um fjallvegi og heiðar. Þetta eru auðvitað allt sjálfboðaliðar og álagið hefur verið mikið á þeim,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, fjölmiðlafulltrúi Landsbjargar. Á landsvísu eru um 4.000 manns á útkallsskrá hjá björgunarsveitunum. Vegir landsins voru margir hverjir þaktir snjó eða krapi og slæm veðurskilyrði ollu vandræðum víða. Á Vestfjörðum var snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum og voru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Á Norðausturlandi var víða hálka og éljagangur. Krapasnjór var í Fagradal, Vatnsskarði eystra og á Öxi. Ófært var í Hamarsfirði, á Hellisheiði eystri og á Suðausturlandi var ófært milli Kirkjubæjarklausturs og Freysness vegna óveðurs. „Veðrið var verst um klukkan 15 en svo lægði aðeins,“ segir Eyrún Halla Jónsdóttir, starfsmaður í Söluskálanum í Freysnesi. Fjölmargir bílar stóðu fastir á Skeiðarársandi sökum veðurofsa á staðnum. „Það óku um 20 bílar fram hjá okkur með brotnar rúður og skemmt lakk,“ bætir Eyrún Halla við. Fjöldi fólks þurfti að yfirgefa bíla sína á Skeiðarársandi en grunnskólinn í Hofgarði var opnaður til að hýsa það fólk sem var í vanda statt. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Ákaflega slæmt veður var á landinu öllu í gær og þurftu björgunarsveitir landsins að sinna fjölda útkalla. Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit þurfti að aðstoða fjölda bifreiða sem fastar sátu í Námuskarði. Einnig voru ferðamenn fastir í bílum sínum á Sprengisandi en Björgunarsveitin Þingey kom þeim til aðstoðar. Þá þurfti Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum að aðstoða bíla í Vatnsskarði eystra og á Fjarðarheiði. Í Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði fuku þakplötur af íbúðarhúsum og voru björgunarsveitir sendar á vettvang til aðstoðar. „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá smærri björgunarsveitunum úti á landi, sem sjá um fjallvegi og heiðar. Þetta eru auðvitað allt sjálfboðaliðar og álagið hefur verið mikið á þeim,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, fjölmiðlafulltrúi Landsbjargar. Á landsvísu eru um 4.000 manns á útkallsskrá hjá björgunarsveitunum. Vegir landsins voru margir hverjir þaktir snjó eða krapi og slæm veðurskilyrði ollu vandræðum víða. Á Vestfjörðum var snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum og voru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Á Norðausturlandi var víða hálka og éljagangur. Krapasnjór var í Fagradal, Vatnsskarði eystra og á Öxi. Ófært var í Hamarsfirði, á Hellisheiði eystri og á Suðausturlandi var ófært milli Kirkjubæjarklausturs og Freysness vegna óveðurs. „Veðrið var verst um klukkan 15 en svo lægði aðeins,“ segir Eyrún Halla Jónsdóttir, starfsmaður í Söluskálanum í Freysnesi. Fjölmargir bílar stóðu fastir á Skeiðarársandi sökum veðurofsa á staðnum. „Það óku um 20 bílar fram hjá okkur með brotnar rúður og skemmt lakk,“ bætir Eyrún Halla við. Fjöldi fólks þurfti að yfirgefa bíla sína á Skeiðarársandi en grunnskólinn í Hofgarði var opnaður til að hýsa það fólk sem var í vanda statt.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira