„Ekki koma út úr skápnum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2013 15:00 Oliver Kahn. Nordicphotos/Getty Oliver Kahn, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í knattspyrnu, telur ekki ráðlegt fyrir samkynhneigða atvinnumenn í knattspyrnu að opinbera kynhneigð sína.Þjóðverjinn 44 ára segir í viðtali við miðilinn Gala að samkynhneigð hafi ekki fengið grænt ljós í þýsku deildinni. „Það hljómar kannski sorglega en ég myndi ráðleggja þeim frá því að koma út úr skápnum,“ segir Kahn. Hann segir að þó samkynhneigð sé ekki lengur stórmál í samfélaginu væri barnalegt að halda að hið sama gildi í atvinnumannaíþróttum. Leikmenn sem kæmu úr úr skápnum þyrftu að glíma við stuðningsmenn andstæðinganna sérhvern laugardag. „Andrúmsloftið er oft eldfimt. Það eru erjur sem geta fengið fólk til þess að gera slæma hluti. Svo þarf auðvitað að hugsa hvernig tíðindin færu ofan í styrktaraðila? Hvaða þýðingu hefur skrefið fyrir feril þinn? Staðan er flóknari en hún virðist í fyrstu.“ Innlegg Kahn kemur í kjölfarið á töluverðri umræðu í Þýskalandi um ástæður þess að enginn atvinnuknattspyrnumaður í landinu hafi opinberað samkynhneigð sína. Í júlí ráðlagði Knattspyrnusamband Þýskalands leikmönnum að stíga skrefið stóra en ekki fara hátt með ákvörðun sína. Var lagt til að bíða með það þar til í lok keppnistímabilsins. Angele Merkel, kanslari Þýskalands, lagði einnig í púkkið í september 2012 þegar hún sagði samkynhneigðum knattspyrnumönnum að þeir hefðu ekkert að óttast. Mario Gomez, framherji Fiorentina og þýska landsliðsins, hefur sagt að leikmenn hafi ekkert að óttast. Fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Bayern München, Philipp Lahm, hefur hins vegar ráðlagt þeim að gera það ekki enda gætu þeir orðið fyrir barðinu á eldheitum stuðningsmönnum andstæðinganna. Þýski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Oliver Kahn, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í knattspyrnu, telur ekki ráðlegt fyrir samkynhneigða atvinnumenn í knattspyrnu að opinbera kynhneigð sína.Þjóðverjinn 44 ára segir í viðtali við miðilinn Gala að samkynhneigð hafi ekki fengið grænt ljós í þýsku deildinni. „Það hljómar kannski sorglega en ég myndi ráðleggja þeim frá því að koma út úr skápnum,“ segir Kahn. Hann segir að þó samkynhneigð sé ekki lengur stórmál í samfélaginu væri barnalegt að halda að hið sama gildi í atvinnumannaíþróttum. Leikmenn sem kæmu úr úr skápnum þyrftu að glíma við stuðningsmenn andstæðinganna sérhvern laugardag. „Andrúmsloftið er oft eldfimt. Það eru erjur sem geta fengið fólk til þess að gera slæma hluti. Svo þarf auðvitað að hugsa hvernig tíðindin færu ofan í styrktaraðila? Hvaða þýðingu hefur skrefið fyrir feril þinn? Staðan er flóknari en hún virðist í fyrstu.“ Innlegg Kahn kemur í kjölfarið á töluverðri umræðu í Þýskalandi um ástæður þess að enginn atvinnuknattspyrnumaður í landinu hafi opinberað samkynhneigð sína. Í júlí ráðlagði Knattspyrnusamband Þýskalands leikmönnum að stíga skrefið stóra en ekki fara hátt með ákvörðun sína. Var lagt til að bíða með það þar til í lok keppnistímabilsins. Angele Merkel, kanslari Þýskalands, lagði einnig í púkkið í september 2012 þegar hún sagði samkynhneigðum knattspyrnumönnum að þeir hefðu ekkert að óttast. Mario Gomez, framherji Fiorentina og þýska landsliðsins, hefur sagt að leikmenn hafi ekkert að óttast. Fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Bayern München, Philipp Lahm, hefur hins vegar ráðlagt þeim að gera það ekki enda gætu þeir orðið fyrir barðinu á eldheitum stuðningsmönnum andstæðinganna.
Þýski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira