Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 1-1 | Evrópudraumur Blika lítill Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2013 09:31 Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í viðureign liðanna í 19. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Vonir Blika um sæti í Evrópukeppni á næsta ári eru litlar fyrir vikið. Fátt markvert hafði gerst þegar Valsmenn náðu góðri sókn. Kristinn Freyr Sigurðsson fékk boltann inni á teig þar sem Elfar Freyr Helgason renndi sér. Niður fór Kristinn og réttilega dæmt víti. Fasteignasalinn Magnús Már Lúðvíksson setti boltann neðst í markhornið og kom heimamönnum yfir. Blikar áttu nokkrar góðar sóknir í hálfleiknum. Ellert Hreinsson fékk tvö dauðafæri til að skora en nýtti þau ekki. Það var hins vegar Árni Vilhjálmsson sem jafnaði metin á 41. mínútu með þrumuskoti með vinstri fæti. Árni kominn með sex mörk í deildinni í sumar en framherjinn setti markmiðið á tíu mörk eftir tvö í fyrstu umferðinni. Blikar blésu til stórsóknar í síðari hálfleik. Þeir fengu fjölmörg færi á fyrsta stundarfjórðungnum en tókst ekki að nýta þau. Valsmenn voru í miklu basli en fengu mögulega besta færi leiksins seint í honum. Þá skallaði Bjarni Ólafur Eiríksson framhjá af markteig eftir aukaspyrnu Magnúsar Más. Blikar reyndu hvað þeir gátu til að ná sigurmarkinu seint í leiknum og þá opnaðist leikurinn verulega. Hvorugu liðinu tókst þó að nýta sér það til fulllnustu og urðu að sætta sig við eitt stig. Blikar voru öllu fúlari þegar flautað var af enda voru þeir nær stigunum þremur. Blikar sitja í 4. sæti deildarinnar með 33 stig eftir leikinn en Valsmenn hafa 28 stig í 5. sæti. Ólafur Kristjáns: Fjarlægðumst Evrópusætið heldur mikið í kvöldÞjálfari Blika var sáttur við spil sinna manna á vellinum. Hann var hins vegar ósáttur við skilvirknina í teig Valsmanna. „Upp við markið erum við hvorki nógu skarpir né nógu gráðugir. Það er svona okkar saga í undanförnum leikjum,“ sagði Ólafur. Fjórir sterkir leikmenn Blika tóku út leikbann í dag. „Mér fannst þeir sem komu inn spila bærilega og ekki hægt að klína neinu á þá. Auðvitað munar um þá fjóra sem vantaði. Þeir voru hins vegar í liðinu í síðasta leik og þá töpuðum við 4-1. Þetta snýst meira um hópinn í heild. Við skorum ekki nægilega mörg mörk þrátt fyrir að skapa okkur færi.“ Möguleiki Blika á 3. sætið í deildinni og þátttökurétt í Evrópudeildinni á næsta ári minnkaði með jafnteflinu í kvöld. „Segja menn ekki alltaf að á meðan tölfræðilegur möguleiki er á að ná því sem stefnt er að þá heldur maður áfram? Ég held að það sé það sem við þurfum að gera, gera okkar og svo spilast kannski eitthvað upp í hendurnar á okkur. En við fjarlægðumst þetta svolítið mikið í kvöld.“ Maggi Gylfa: Fjórir stórleikir eftir„Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn. Mér fannst við hafa tökin þegar þeir skoruðu rétt fyrir hálfleik sem var kjaftshögg fyrir okkur,“ segir Magnús Gylfason þjálfari Valsmanna. Magnúsi fannst hans menn fá fín upphlaup í síðari hálfleik, þar sem Blikar voru þó sterkari, en vantaði upp á að menn vönduðu sig. „Ég hélt að Bjarni væri að klára þetta í lokin í dauðafæri en það kom ekki,“ sagði Magnús um færið sem Bjarni Ólafur Eiríksson fékk seint í leiknum. Skalli hans fór framhjá. Jafnteflið var það áttunda hjá Val í átján leikjum. Magnús viðurkennir að þau séu dýr, þeir hefðu getað landað þremur stigum í öllum leikjunum. Þeir hefðu hins vegar getað fallið á hinn veginn líka. En hafa Valsmenn að einhverju að keppa? „Menn eru bara fótboltamenn og þurfa að halda haus, halda áfram og spila leikina. Það eru fjórir stórleikir fyrir okkur og margt að keppa að. Það kemur ár eftir þetta og þá þarf að byggja upp og taka skrefið fram á við.“ Valsarar söknuðu Hauks Páls Sigurðarsonar sem tók út leikbann. „Hann er okkar fyrirliði og mikill karakter. Hefði kannski komið með þetta aukalega sem vantaði í lokin.“ Árni: Stefni á tíu mörk í öllum keppnum„Við hefðum viljað fá þrjú stig í dag. Miðað við færin hefðum við átt að pota inn seinna markinu en það tókst ekki í dag,“ sagði markaskorari Blika. „Við erum að æfa vel og skorum mikið á æfingum. Í dag vorum við kannski ekki nógu einbeittir í færunum. Við eigum að gera betur en því miður tókst það ekki,“ sagði Árni. Hann vildi þó ekki meina að Blikar væru að taka út mörkin sín á æfingum. „Nei, ég held nú ekki. Þetta kemur vonandi í næsta leik,“ sagði Árni sem skoraði sitt sjötta mark í deildinni í sumar. Eftir fyrsta deildarleikinn í maí, þegar Árni skoraði tvö mörk, sagðist hann setja markið á tíu mörk í öllum keppnum. „Það hefði verið óraunhæft markmið að ætla að skora tíu mörk í deildinni sitt fyrsta tímabil. Tíu mörk yfir sumarið í öllum keppnum var mitt markmið og ég stefni á það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í viðureign liðanna í 19. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Vonir Blika um sæti í Evrópukeppni á næsta ári eru litlar fyrir vikið. Fátt markvert hafði gerst þegar Valsmenn náðu góðri sókn. Kristinn Freyr Sigurðsson fékk boltann inni á teig þar sem Elfar Freyr Helgason renndi sér. Niður fór Kristinn og réttilega dæmt víti. Fasteignasalinn Magnús Már Lúðvíksson setti boltann neðst í markhornið og kom heimamönnum yfir. Blikar áttu nokkrar góðar sóknir í hálfleiknum. Ellert Hreinsson fékk tvö dauðafæri til að skora en nýtti þau ekki. Það var hins vegar Árni Vilhjálmsson sem jafnaði metin á 41. mínútu með þrumuskoti með vinstri fæti. Árni kominn með sex mörk í deildinni í sumar en framherjinn setti markmiðið á tíu mörk eftir tvö í fyrstu umferðinni. Blikar blésu til stórsóknar í síðari hálfleik. Þeir fengu fjölmörg færi á fyrsta stundarfjórðungnum en tókst ekki að nýta þau. Valsmenn voru í miklu basli en fengu mögulega besta færi leiksins seint í honum. Þá skallaði Bjarni Ólafur Eiríksson framhjá af markteig eftir aukaspyrnu Magnúsar Más. Blikar reyndu hvað þeir gátu til að ná sigurmarkinu seint í leiknum og þá opnaðist leikurinn verulega. Hvorugu liðinu tókst þó að nýta sér það til fulllnustu og urðu að sætta sig við eitt stig. Blikar voru öllu fúlari þegar flautað var af enda voru þeir nær stigunum þremur. Blikar sitja í 4. sæti deildarinnar með 33 stig eftir leikinn en Valsmenn hafa 28 stig í 5. sæti. Ólafur Kristjáns: Fjarlægðumst Evrópusætið heldur mikið í kvöldÞjálfari Blika var sáttur við spil sinna manna á vellinum. Hann var hins vegar ósáttur við skilvirknina í teig Valsmanna. „Upp við markið erum við hvorki nógu skarpir né nógu gráðugir. Það er svona okkar saga í undanförnum leikjum,“ sagði Ólafur. Fjórir sterkir leikmenn Blika tóku út leikbann í dag. „Mér fannst þeir sem komu inn spila bærilega og ekki hægt að klína neinu á þá. Auðvitað munar um þá fjóra sem vantaði. Þeir voru hins vegar í liðinu í síðasta leik og þá töpuðum við 4-1. Þetta snýst meira um hópinn í heild. Við skorum ekki nægilega mörg mörk þrátt fyrir að skapa okkur færi.“ Möguleiki Blika á 3. sætið í deildinni og þátttökurétt í Evrópudeildinni á næsta ári minnkaði með jafnteflinu í kvöld. „Segja menn ekki alltaf að á meðan tölfræðilegur möguleiki er á að ná því sem stefnt er að þá heldur maður áfram? Ég held að það sé það sem við þurfum að gera, gera okkar og svo spilast kannski eitthvað upp í hendurnar á okkur. En við fjarlægðumst þetta svolítið mikið í kvöld.“ Maggi Gylfa: Fjórir stórleikir eftir„Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn. Mér fannst við hafa tökin þegar þeir skoruðu rétt fyrir hálfleik sem var kjaftshögg fyrir okkur,“ segir Magnús Gylfason þjálfari Valsmanna. Magnúsi fannst hans menn fá fín upphlaup í síðari hálfleik, þar sem Blikar voru þó sterkari, en vantaði upp á að menn vönduðu sig. „Ég hélt að Bjarni væri að klára þetta í lokin í dauðafæri en það kom ekki,“ sagði Magnús um færið sem Bjarni Ólafur Eiríksson fékk seint í leiknum. Skalli hans fór framhjá. Jafnteflið var það áttunda hjá Val í átján leikjum. Magnús viðurkennir að þau séu dýr, þeir hefðu getað landað þremur stigum í öllum leikjunum. Þeir hefðu hins vegar getað fallið á hinn veginn líka. En hafa Valsmenn að einhverju að keppa? „Menn eru bara fótboltamenn og þurfa að halda haus, halda áfram og spila leikina. Það eru fjórir stórleikir fyrir okkur og margt að keppa að. Það kemur ár eftir þetta og þá þarf að byggja upp og taka skrefið fram á við.“ Valsarar söknuðu Hauks Páls Sigurðarsonar sem tók út leikbann. „Hann er okkar fyrirliði og mikill karakter. Hefði kannski komið með þetta aukalega sem vantaði í lokin.“ Árni: Stefni á tíu mörk í öllum keppnum„Við hefðum viljað fá þrjú stig í dag. Miðað við færin hefðum við átt að pota inn seinna markinu en það tókst ekki í dag,“ sagði markaskorari Blika. „Við erum að æfa vel og skorum mikið á æfingum. Í dag vorum við kannski ekki nógu einbeittir í færunum. Við eigum að gera betur en því miður tókst það ekki,“ sagði Árni. Hann vildi þó ekki meina að Blikar væru að taka út mörkin sín á æfingum. „Nei, ég held nú ekki. Þetta kemur vonandi í næsta leik,“ sagði Árni sem skoraði sitt sjötta mark í deildinni í sumar. Eftir fyrsta deildarleikinn í maí, þegar Árni skoraði tvö mörk, sagðist hann setja markið á tíu mörk í öllum keppnum. „Það hefði verið óraunhæft markmið að ætla að skora tíu mörk í deildinni sitt fyrsta tímabil. Tíu mörk yfir sumarið í öllum keppnum var mitt markmið og ég stefni á það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti